Samgöngunefnd

31. fundur 25. apríl 2006 kl. 10:00 - 11:50 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Þriðjudaginn 25. apríl (2006) var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu kl. 10:00.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður og  Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri.

Dagskrá:

  1. Samgönguáætlun 2007-2010 – Umsóknir um      framlög
  2. Flotbryggja á Hofsósi
  3. Trébryggja á Sauðárkróki - tilboð
  4. Sjóvarnir
  5. Þverárfjallsvegur
  6. Kleifartún - tilboð
  7. Sæmundarhlíð
  8. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Sótt verður um eftirfarandi:

Haganesvík: Viðhaldsdýpkun á hverju ári.

Sauðárkrókur:

Vesturgarður: Skjólgarður byggður frá Strandvegi og til austurs samkvæmt tillögu Siglingastofnunar.

Austurgarður: Grjótgarður byggður til austurs frá Norðurgarði. 1. áfangi samkvæmt tillögum Siglingastofnunar framkv. – ef niðurstöður á líkantilraunum verða jákvæðar.

Áframhaldandi lenging sandfangara.

Hofsósshöfn: Beiðni til Siglingastofnunar um að gerð verði úttekt á Norðurgarði hafnarinnar vegna lélegs ástands garðsins.


2. Flotbryggja, Hofsósi.

Samþykkt að kaupa 20 metra langa flotbryggju í stað 12 metra sem upphaflega var áætlað. Þessi breyting er gerð vegna meiri umsvifa við höfnina á Hofsósi – þannig fæst líka meira viðlegupláss.


3. Trébryggja, Sauðárkróki.

Hallgrímur kynnti þau tilboð sem bárust. Þau voru:

1. Guðlaugur Einarsson ehf

11.139.700

2. Elinn ehf

15.950.700

Kostnaðaráætlun á verkinu er

13.724.100

Siglingastofnun leggur til að tilboði Guðlaugs Einarssonar ehf verði tekið. Nefndin samþykkti þessa tillögu.


4. Sjóvarnir.

Hallgrímur skýrði stöðu á sjóvörnum við Hraun á Skaga. Líkur eru á að verkið klárist í næstu viku. Samþykkt að sækja um meira fjármagn til sjóvarna við Hraun á Skaga.


5. Þverárfjallsvegur.

Vegna legu Þverárfjallsvegar nyrst í bænum, þar sem hann mun fara um það land, sem fiskhjallarnir eru á, hefur verið gert samkomulag milli Sveitarfél. Skagafjarðar og Fisk Seafood. Samkomulagið felur í sér að Fisk Seafood fái að nota svæðið austan tjörutanks Vegagerðarinnar og norðan sandfangara undir fiskhjalla, meðan ekki er þörf fyrir þetta land undir aðra starfsemi. Þegar fjarlægja þarf hjallana verði það gert sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Samgöngunefnd samþykkir þetta samkomulag.


6. Kleifartún – tilboð.

Hallgrímur kynnti tilboð í jarðvegsskipti og lagnir við Kleifartún. Tvö tilboð bárust:

Frá Firði ehf

14.199.150

Frá Norðurtaki ehf

12.621.600

Kostnaðaráætlun Stoðar ehf

13.409.500

Samþ. var að taka tilboði Norðurtaks ehf.


7. Sæmundarhlíð.

Nefndin samþykkir að beina eftirfarandi til sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar:

Nefndin leggur áherslu á að hraðað verði framkvæmdum við uppbyggingu Sæmundarhlíðar frá Túngötu niður að Skagfirðingabraut. Nú er uppbyggingu Túnahverfis nánast lokið og mikil umferð um Túngötuna, sem ógnar öryggi íbúa þar. Því er brýnt að fara í þessa framkvæmd til að létta á umferð um Túngötuna.


8. Önnur mál.

Samþykkt að kalla til fundar forráðamenn Fisk Seafood og forsvarsmenn smábátaeigenda til skrafs og ráðagerða um væntanlegar framkvæmdir í Sauðárkrókshöfn vegna ókyrrðar í höfninni. Fengnir verða fulltrúar frá Siglingastofnun til að vera á fundinum.


Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 11,50.

Örn Þórarinsson, ritari

Valgerður Inga Kjartansdóttir

Brynjar Pálsson

Hallgrímur Ingólfsson