Samgöngunefnd

28. fundur 21. desember 2005 kl. 10:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 21. desember 2005 var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl. 10:00..

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Valgerður Kjartansdóttir, Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri.
 

Fundarefni:

  1. Fjárhagsáætlun
  2. Fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga koma á fundinn
  3. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

1. Hallgrímur gerði grein fyrir lið 10 í fjárhagsáætlun. Niðurstöðutala nú er 36.837.000, sem er lítilsháttar hækkun frá því sem áður var lagt fram.

Nefndin samþykkir tillögu sviðsstjóra og að hún fari til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir lið 41 í fjárhagsáætluninni, Skagafjarðarhafnir. Niðurstöðutölur: Tekjur 41.914.000. Gjöld 44.187.300. Mismunur 2.273.300. Nefndin samþ. framlagða áætlun og að hún fari óbreytt til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2. Fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga, þeir Ólafur Sigmarsson og Þórólfur Gíslason mættu á fundinn, einnig kom á fundinn Hörður Þórarinsson, varafulltrúi Framsóknarfl. í nefndinni og Örn Þórarinsson vék af fundi. Erindi fulltrúa KS á fundinn var að gera grein fyrir umsókn félagsins um lóð sunnan við vélaverkstæðið. Erindið var til umræðu á fundi nefndarinnar 2. nóvember.

Áform kaupfélagsins eru að byggja á þessari lóð ný hús, sem ætlað er að hýsa rafmagns- og
bifreiðaverkstæði félagsins ásamt stækkun á vélaverkstæði.

Nefndin felur Hallgrími sviðsstjóra að kanna afstöðu Siglingastofnunar fyrir því að kaupfélaginu verði úthlutað umbeðinni lóð fyrir þá starfsemi sem fulltrúar félagsins kynntu fyrir nefndinni.

3. Önnur mál engin.


Fleira ekki fyrir tekið.

Örn Þórarinsson, ritari

Hörður Þórarinsson

Valgerður Inga Kjartansdóttir          

Brynjar Pálsson         

Hallgrímur Ingólfsson                                  

Gunnar S. Steingrímsson