Samgöngunefnd

26. fundur 22. nóvember 2005 kl. 13:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Þriðjudaginn 22. nóvember 2005 var (í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl. 13:00) haldinn sameiginlegur fundur Samgöngunefndar og Atvinnu- og ferðamálanefndar að beiðni þeirrar síðartöldu.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Gísli Sigurðsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri.

Dagskrá

  1. Hafnarmál á Hofsósi
  2. Ýmis önnur mál

Bjarni Jónsson bauð fólk velkomið og setti fund.


Afgreiðslur:

1. Brynjar og Hallgrímur  fóru yfir þær framkvæmdir sem verið hafa á Hofsósshöfn undanfarið og einnig það sem er á döfinni. Málefni hafnarinnar rædd frá ýmsum hliðum. Mikil ánægja kom fram með þá útgerð sem er frá staðnum nú og einnig þá þjónustu, sem Viggó Einarsson hefur nú komið í gang varðandi báta sem róa frá Hofsósi.

Einnig rædd þau mál sem brýnast er að vinna að til úrbóta á hafnarsvæðinu á næstunni.

2. Einnig var rætt um stöðu varðandi hafnargerð í Haganesvík.

Þá var rætt um gerð reiðvega um héraðið og nauðsyn þess að væntanlegir reiðvegir komi inn á væntanlegt aðalskipulag Skagafjarðar.

Einnig rædd ýmis mál varðandi ferðaþjónustu í héraðinu.


Fleira ekki gert.

Örn Þórarinsson, ritari

Brynjar Pálsson   

Valgerður Inga Kjartansd.                           

Bjarni Jónsson

Hallgrímur Ingólfsson                                              

Gísli Sigurðsson

Áskell Heiðar Ásgeirsson

Jón Garðarsson