Samgöngunefnd

15. fundur 24. febrúar 2004 kl. 13:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Þriðjudaginn 24. febr. 2004 (kl. 13,00) var Samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson og Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður.


Dagskrá:

1.  Skipakomur 2003

2.  Breyting á gjaldskrá:  Rafmagn til frystigáma

3.  Breyting á þjónustugjaldskrá

4.  Tillaga að “Áhættumati” fyrir Sauðárkrókshöfn

5.  Öryggismál í höfnum – styrkur

6.  Umferðaröryggi hestamanna á leiðinni Varmahlíð –

            Blönduhlíð:  Páll Dagbjartsson og Gunnar Rögnvaldsson

7.  Önnur mál

 
Afgreiðslur:

1. Gunnar hafnarvörður fór yfir skýrslur um skipakomur og landaðan afla á síðasta ári. Skipakomur í Sauðárkrókshöfn voru 103 og fjölgaði um 22 frá 2002. Landaður afli var 11.781 tonn og jókst um 2.800 tonn frá 2002. Í Haganesvík var landað 8,3 tonnum, sem var 3,6 tonnum minna en árið á undan. Á Hofsósi var landað liðlega 410 tonnum sem var 150 tonnum minna en 2002.

Lönduð grásleppuhrogn voru 281 tunna á Sauðárkróki, 146 tunnur í Hofsósi og 131 tunna í Haganesvík.

2. Gunnar gerði tillögu um að gjaldskrá fyrir sölu á rafmagni til frystigáma við Sauðárkrókshöfn hækki um 3% frá síðustu áramótum. Raforkuendursala hjá höfninni hefur ekki hækkað frá 1. des. 2001. Hækkunin nú er tilkomin vegna hækkunar á raforkuverði hjá Rarik. - Tillaga Gunnars samþykkt.

3. Gunnar hafnarvörður gerði tillögu um 3% hækkun á útseldri vinnu í þjónustugjaldskrá Sauðárkrókshafnar. Hækkunin taki gildi frá 1. febrúar 2004. - Tillagan samþykkt.

6. Þá var breytt dagskrá og tekinn fyrir liður 6 í dagskrá.

Á fundinn mættu Páll Dagbjartsson og Gunnar Rögnvaldsson. Þeir Páll og Gunnar ræddu um reiðleiðir á svæðinu frá Varmahlíð og yfir í Blönduhlíð. Þeir telja að á þessu svæði séu ýmsar hættur fyrir ríðandi fólk, ekki síst við austari brúna og þörf á úrbótum. Einnig ræddu þeir ýmsar hugmyndir varðandi reiðleiðir um héraðið. Samþykkt að samgöngunefnd ræði þessi mál við Vegagerðina og forsvarsmenn hestamannafélaga í héraðinu.

Ástæða er að nefndin fari á svæðið með Vegagerðarmönnum og þeim félögum og kynni sér þessi mál nánar.

Nú viku Gunnar og Páll af fundi.

4. Gunnar kynnti tillögu, sem hann hefur unnið að áhættumati fyrir Sauðárkrókshöfn. Tillögurnar eru nú til skoðunar hjá Siglingastofnun.

5. Formaður greindi frá því að sótt hefði verið um styrk til að bæta stigalýsingu á höfnunum á Sauðárkróki og Hofsósi. Ljóst er að eitthvert fjármagn fæst til þessara verkefna í ár.

7. Önnur mál:

Hallgrímur kynnti áætlun frá Siglingastofnun varðandi Hofsós- og Haganesvíkurhafnir í ár. Í Haganesvík er áætluð viðhaldsdýpkun kr. 400 þús., í Hofsósi styrking á grjótvörn 7,2 millj. Styrkur frá Siglingastofnun er 75% af báðum þessum framkvæmdum. Samþ. að óska eftir að Siglingastofnun geri útboðsgögn vegna framkvæmdarinnar á Hofsósi.


Ekki fleira fyrir tekið.

Örn Þórarinsson, ritari 

Brynjar Pálsson                                 

Valgerður Inga Kjartansdóttir                      

Hallgrímur Ingólfsson

Gunnar S. Steingrímsson