Samgöngunefnd

14. fundur 11. desember 2003 - 16:26 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Fimmtudaginn 11. desember 2003 var Samgöngunefnd Skagafjarðar saman komin til fundar í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Valgerður Kjartansdóttir, Hallgrímur Ingólfsson og Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður.

 

Dagskrá:

1.  Fjárhagsáætlun:

     1.1.  Hafnarsjóður

     1.2.  Aðalsjóður – lykill 10 Umferðar- og samgöngumál

2.  Viðræður við bátaeigendur á Hofsósi v/hafnarmannvirkja

3.  Haganesvíkurhöfn

4.  Samgönguáætlun fyrir tímabilið 2005-2008

5.  Sjóvarnir:

5.1.  Hraun á Skaga

5.2.  Hraun í Fljótum

6.  Reiðvegir, bréf

7.  Siglingavernd – áfangaskýrsla.

8.  Gjaldskrármál

9.  Önnur mál

 

Afgreiðslur:

1.  1.1.    Gunnar hafnarvörður fór yfir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs árið 2004.

Áætlunin nánast óbreytt frá fundi 5. nóv. sl. þegar hún var lögð fram.

Samgöngunefnd samþykkir áætlun Hafnasjóðs og vísar henni til sveitarstjórnar.

1.2. Hallgrímur fór yfir áætlunina, lið 10. Áætlunin hafði verið lækkuð um 7 milljónir króna frá því hún var lögð fram.

Samgöngunefnd samþykkir að vísa til fyrri samþykktar frá fundi 5. nóv. sl. og samþykkir að leggja fram áætlunina óbreytta frá þeim fundi, þar sem niðurstöðutölur voru 40 millj. og 50 þús.

2. Nú komu á fundinn Jóhannes Sigmundsson og Steinar Skarphéðinsson til að ræða málefni Hofsósshafnar. Þeir lögðu fram greinargerð um ástand hafnarinnar, sem heima­menn hafa gert, og myndir eftir stórbrim í haust og eins og höfnin er í dag. Þau atriði sem þeir lögðu áherslu á eru:

Norðurgarður: Aðkoma er illa farin og getur skapað slysahættu. Þekja á garði illa farin og komin göt á hana. Bryggjukantur illa farinn og molnar úr honum.

Grjótvörn er farin að gefa sig, einnig þarf að laga fríholt við löndunarkrana.

SmábátabryggjaFlotbryggja, talið er heppilegast að hún komi þvert á grjótgarð sem liggur að Suðurgarði.

Suðurgarður. Ljúka þarf við að setja dekk (fríholt) framan á garðinn, auðkenna stiga og setja lýsingu. Þá minntu þeir einnig á að mikil umferð ferðafólks er um Hofsósshöfn þar sem fjöldi manns fer í skemmtisiglingar um fjörðinn frá Hofsósi á hverju sumri.

3. Haganesvíkurhöfn.

Formanni hafði borist eftirfarandi bréf:

“Á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar þann 27. nóv. sl. var gerð svofelld bókun:

Lagt fram bréf frá Trausta Sveinssyni, dags. 22. nóv. 2003, þar sem hann fer þess á leit að byggðarráð og samgöngunefnd sveitarfélagsins óski eftir því við Siglingastofnun að stofnunin endurhanni og geri nýjan kostnaðarútreikning vegna varnargarðs við bryggjuna í Haganesvík. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt formanni samgöngu­nefndar að vinna að málinu.”

Nefndin samþ. að formaður vinni að þessu máli með sveitarstjóra.”

4. Samgönguáætlun.

Rætt um þær framkvæmdir sem þurfa að komast inná Samgönguáætlun 2004-2008.

5. Hallgrímur greindi frá að borist hafi beiðni frá landeigendum Hrauna í Fljótum og Hrauns á Skaga um að Sveitarstjórn Skagafjarðar óski eftir að veitt verði fé til sjóvarna á báðum þessum jörðum.

Samþykkt að senda Siglingastofnun þessi erindi og óska eftir fjárveitingu til sjóvarna.

6. Reiðvegir.

Tekin fyrir bréf frá Gunnari Rögnvaldssyni og Páli Dagbjartssyni um reiðveg frá Hús­eyjarkvísl og austur fyrir Héraðsvötn. Samþ. að boða bréfritara og Gunnar Guðmundsson frá Vegagerðinni á næsta fund nefndarinnar.

7. Siglingavernd.

Gunnar kynnti Áfangaskýrslu stýrihóps um Siglingavernd.

8. Gjaldskrármál.

Hafnarvörður lagði fram tillögu að þjónustugjöldum fyrir báta undir 50 brúttó tonn, sem landa í höfnunum á Hofsósi, Haganesvík og Sauðárkróki. Gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2004. Nefndin samþykkir framkomna tillögu og vísar henni til byggðarráðs.

9. Önnur mál – engin.


Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 16,26.


Örn Þórarinsson, ritari fundarg.

Brynjar Pálsson                                 

Valgerður Inga Kjartansdóttir          

Gunnar S. Steingrímsson

Hallgrímur Ingólfsson