Samgöngunefnd

9. fundur 15. maí 2003 - 16:30 Vegagerðin, Sauðárkróki

Ár 2003, þann 15. maí, var samgöngunefnd saman komin til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar, Sauðárkróki. Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson,  Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri, Guðmundur Ragnarsson og Víglundur Rúnar Pétursson frá Vegagerðinni.

Fundarefni:  Safnvegaáætlun fyrir Sveitarfél. Skagafjörð 2003-2006.


Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Fundargerð síðasta fundar
  3. Framkvæmdaskýrsla 2002
  4. Erindi til nefndarinnar
  5. Tillaga að safnvegaáætlun
  6. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1.  Brynjar Pálsson, form. Samgöngunefndar, setti fund og bauð fundarfólk velkomið.

2.  Guðmundur Ragnarsson skýrði fundargerð frá 3. júlí 2002 um safnvegaáætlun 2002.

     Fundargerðin lesin upp og samþykkt.

3.  Framkvæmdaskýrsla 2002 lögð fram.

Guðmundur Ragnarsson gerði grein fyrir helstu framkvæmdum. Fjárveiting til
framkvæmda var 18.367.000. Skuld frá 2001 var 2.828.783, kostnaður vegna framkvæmda var 17.331.289 og umframkostnaður var 1.793.072.

Kostnaðarskipting var eftirfarandi: 

Nýbyggingar

kr.

11.472.362

Malarslitlög

573.342

Heflun, bleyting

1.537.548

Almennt viðhald

3.748.037

Samtals  kr.

17.331.289

 

4. og 5.  Erindi til nefndarinnar og tillaga að safnvegaáætlun 2003-2006. Guðmundur
     kynnti aðsend erindi og gerði grein fyrir þeim. Til ráðstöfunar eru kr. 16.048.928.

1) Umsókn um nýjan veg að Miklagarði II. Fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er kr. 2.050.000. - Erindið samþykkt.

2) Heimreiðar að nýbyggingunni í landi Kimbastaða og Messuholts, frágangur á verki, sem unnið var 2002. Kostnaðaráætlun kr. 400 þús. - Erindið samþykkt.

3) Tillaga að mölburði í Fljótum, á Skaga og að bæjum meðfram Sauðárkróksbraut frá Sauðárkróksbr. að Sæmundarhlíðarvegi í tengslum við mölburð á Sjávarborgarvegi. Kostnaðaráætlun kr. 1.875.919.

- Erindið samþykkt.

4) Malarslitlög árið 2004 í Hegranesi, Reykjaströnd og Hjaltadal. Áætlun kr. 3.361.258. - Tillaga samþykkt.

5) Malarslitlög árið 2005. Safnvegir með Sauðárkróksbraut í tengslum við mölburð á Sæmundarhlíðarvegi einnig safnvegir í Sæmundarhlíð og að Geldingarholti. Kostnaðaráætlun kr. 990.779.-  Tillaga samþykkt.

6) Malarslitlög ár 2006. Safnvegir í Deildardal og Unadal og við Siglufjarðarveg frá Sleitustöðum að Stafá í tengslum við mölburð á Deildardalsvegi. Kostnaðaráætlun kr. 3.088.000. - Samþykkt.

7) Gilhagavegur. Lagfæring á snjóastöðum ofl., kostnaðaráætlun kr. 300 þús.
 - Erindið samþykkt.

8) Nautabúsvegur í Hjaltadal. Lagfæring á snjóastöðum ofl. Kostnaðaráætlun kr. 950 þús. - Erindið samþykkt.

9) Bæjarvegur á Höfðaströnd. Kostnaðaráætlun kr. 450 þús. - Erindið samþykkt.

10) Austurdalsvegur, mölburður og smálagfæring. Kostnaðaráætlun kr. 400 þús.
- Erindið samþykkt.

11) Knappstaðakirkja. Færsla á afleggjara að kirkjunni og bílaplani. Kostnaðaráætlun kr. 350 þús. - Erindið samþykkt.

12) Melur, Hjaltadal. Ristahlið. Fjárveiting kr. 200 þús. - Samþykkt.

13) Akrar, Fljótum. Ristahlið. Fjárveiting kr. 200 þús. - Samþ.

Örn Þórarinsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

14) Viðvík, ristahlið. Fjárveiting kr. 200 þús. - Samþykkt.

15) Víðilundur, ristahlið. Fjárveiting kr. 200 þús. - Samþykkt.

16) Mýrarkot, ristahlið. Fjárveiting kr. 200 þús. - Samþykkt.

17) Heimreið að Egg. Styrking og malarslitlag. Kostnaðaráætlun kr. 650 þús.
- Erindið samþykkt.

18) Stekkjardalir, Sæmundarhlíð, nýbygging að nýbýli. Kostnaðaráætlun kr. 700 þús. - Samþ. að greiða kr. 400 þús. á árinu 2003 og 300 þús. kr. árið 2004.

19) Jaðar, ósk um færslu á heimreið vegna snjósöfnunar á núverandi heimreið. Kostnaðaráætlun kr. 400 þús. - Samþ. að verkið verði unnið á næsta ári. 

Nýbyggingar alls

kr.

 

8.826.000

Almennt viðhald

2.700.000

 

Heflun, rykbinding

1.600.000

 

Stikun

500.000

 

Malarslitlög

1.849.000

 

Viðhald samtals

 

6.649.000

Óráðstafað

 

574.000

 

 

Samtals kr.

16.049.000

 

6.  Eftirfarandi samþykkt:

Samgöngunefnd Skagafjarðar beinir því til Sveitarstjórnar að hún beiti sér fyrir því við Vegagerðina að tekið verði tillit til fjölda nýbygginga við úthlutunar safnvegafjár.

Þá sleit formaður fundi og færði Vegagerðinni miklar þakkir frá nefndinni fyrir rausnarlegar veitingar.


Fundi slitið kl. 16,30.

Örn Þórarinsson, ritari fundargerðar

Valgerður Inga Kjartansdóttir

Brynjar Pálsson

Guðm. Ragnarsson

Vígl. Rúnar Pétursson

Hallgrímur Ingólfsson