Samgöngunefnd

8. fundur 11. mars 2003 - 10:15 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2003, þriðjudaginn 11. mars, var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Á fundinn mætti Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður. Einnig voru mætt Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir,Örn Þórarinsson og Hallgrímur Ingólfsson.

 

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs - þriggja ára áætlun
  2. Umferðar- og samgöngumálaáætlun til þriggja ára
  3. Snjómokstur
  4. Önnur mál.


Afgreiðslur:

1. Gunnar fór yfir þriggja ára áætlun hafnarsjóðs fyrir árin 2004-2006.

Áætlunin samþykkt og vísað til Byggðarráðs.

2. Hallgrímur gerði grein fyrir umferðar- og samgönguáætlun 2004-2006.

Áætlunin samþykkt og vísað til Byggðarráðs.

3. Hallgrímur greindi frá tilhögun varðandi snjómokstur í Sauðárkróksbæ undanfarin ár. Nefndin velti fyrir sér hvort rétt væri að bjóða þennan snjómokstur út fyrir næsta vetur.

Samþykkt að Hallgrímur og Gunnar yfirverkstjóri skoði málið fyrir næsta vetur.

4. Önnur mál.

Hallgrímur greindi frá að nú verði að dýpka við bryggjuna í Haganesvík fyrir komandi grásleppuvertíð.

Samþykkt að hann fái aðila til að vinna verkið.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 10,15 .

Brynjar Pálsson                                       

Örn Þórarinsson

Valgerður Inga Kjartansdóttir                

Gunnar Steingrímsson

Hallgrímur Ingólfsson