Menningar- og kynningarnefnd

30. fundur 12. mars 2008 kl. 16:00 - 18:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Guðrún Helgadóttir formaður
  • Hrund Pétursdóttir varaformaður
  • Bjarni Kristinn Þórisson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Vinnustofa S.E. - styrkumsókn 2008

0803063

Lögð fram umsókn frá Sigurlaugi Elíassyni um styrk til reksturs vinnustofu. Umsókn synjað.

2.Í syngjandi sveiflu - styrkumsókn 2008

0803045

Lögð fram umsókn frá Geirmundi Valtýssyni um styrk til tónlistarhátíðar. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 250.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

3.Fluga - fræðslu- og fréttablað - styrkumsókn 2008

0803044

Lögð fram umsókn frá Sögusetri íslenska hestsins um styrk til útgáfu fréttabréfs. Umsókn synjað.

4.Málþing um járningar ofl. - styrkumsókn 2008

0803043

Lögð fram umsókn frá Sögusetri íslenska hestsins um styrk til að halda málþing, annars vegar um járningar og hins vegar um hrossakjöt. Samþykkt að styrkja verkefnin um kr. 75.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

5.Carminahópurinn - styrkumsókn 2008

0803036

Lögð fram umsókn frá Kristjáni Valgarðssyni fyrir hönd Carminahópsins um styrk til að flytja Carmina Burana í Skagafirði í vor, í samstarfi við fleiri aðila. Samþykkt að styrkja verkefnin um kr. 250.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

6.Skotta ehf Kvikmyndafélag - styrkumsókn 2008

0803034

Lögð fram umsókn frá Árna Gunnarssyni f.h. Skottu ehf. um styrk til gerðar heimildarmynda, annars vegar um Laufskálarétt og hinsvegar um Þórarinn Eymundsson og Kraft frá Bringu. Samþykkt að styrkja verkefnin um kr. 75.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

7.Elínborg Lárusd. kynning - styrkumsókn 2008

0803033

Lögð fram umsókn frá Þóru Björk Jónsdóttur um styrk til að halda bókmennta- og menningarkvöld tileinkað Frú Elínborgu Lárusdóttur. Samþykkt að styrkja verkefnin um kr. 75.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

8.Söngskóli Al., Sigvaldi Kaldalóns - styrkumsókn 2008

0803032

Lögð fram umsókn frá Söngskóla Alexöndru um styrk til að halda menningarkvöld í Sæluviku, tileinkað Sigvalda Kaldalóns. Samþykkt að styrkja verkefnin um kr. 75.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

9.Ópera Skagafjarðar - styrkumsókn 2008

0803031

Lögð fram umsókn frá Óperu Skagafjarðar um styrk til að setja upp óperuna Rigólettó í Skagafirði. Samþykkt að styrkja verkefnin um kr. 250.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

10.Sönghópur eldri borgara - styrkumsókn 2008

0803030

Lögð fram umsókn frá Sönghópi eldri borgara um styrk til starfsemi hópsins. Samþykkt að styrkja sönghópinn um kr. 75.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

11.Skagfirski kammerkórinn - styrkumsókn 2008

0803029

Lögð fram umsókn frá Skagfirska kammerkórnum um styrk til tónleikahalds í Skagafirði. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 150.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

12.Sigrún Helga Indriðadóttir - styrkumsókn 2008

0803028

Lögð fram umsókn frá Sigrúnu Helgu Indriðadóttur um styrk til vöruþróunar og markaðssetningar í tengslum við minjagripavinnslu. Erindinu synjað.

13.Rökkurkórinn - styrkumsókn 2008

0803027

Lögð fram umsókn frá Rökkurkórnum um styrk til tónleikahalds í Skagafirði. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 150.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

14.Heima er best, bæjarhátíð - styrkumsókn 2008

0803026

Lögð fram umsókn frá Ómari Braga Stefánssyni um styrk til að halda bæjarhátíðina Heima er best á Sauðárkróki næsta sumar. Samþykkt að styrkja verkefnið um allt að kr. 500.000 af lið 05710 - hátíðarhöld og sviðsstjóra falið að útfæra aðkomu sveitarfélagsins að hátíðinni með umsækjanda.

15.Leikfélag Sauðárkróks - styrkumsókn 2008

0803025

Lögð fram umsókn frá Leikfélagi Sauðárkróks um styrk til tveggja leiksýninga og afmælisdagskrár vegna 120 ára afmælis félagsins á þessu ári. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 650.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

16.Rjúpurnar, tónleikahald - styrkumsókn 2008

0803024

Lögð fram umsókn frá Kristínu Höllu Bergsdóttur fyrir hönd Rjúpnanna um styrk til uppsetningar á tónlistar- og dansdagskrá. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

17.Suzuki-fiðlunámskeið - styrkumsókn 2008

0803023

Lögð fram umsókn frá Kristínu Höllu Bergsdóttur um styrk til sumarnámskeiðs fyrir fiðlunemendur. Erindinu synjað.

18.Karlakórinn Heimir - styrkbeiðni 2008

0803022

Lögð fram umsókn frá Karlakórnum Heimi um styrk til uppsetningar á tónlistardagskrá og til tónleikahalds í Skagafirði. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 250.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

19.Íslenska landnámshænan - styrkbeiðni 2008

0803021

Lögð fram umsókn frá Júlíusi Má Baldurssyni um styrk til kaupa á sýningarbúrum. Erindinu synjað.

20.Ingibjörg Jónsdóttir Kolka - styrkumsókn 2008

0803020

Lögð fram umsókn frá Ingibjörgu Jónsdóttur Kolka um styrk til námsefnisgerðar. Erindinu synjað.

21.Sögur úr sveitinni - styrkumsókn 2008

0803019

Lögð fram umsókn frá Gunnari Rögnvaldssyni um styrk til skemmtidagskrár í Skagafirði. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 75.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

22.Geðhjálp Nl.v. - styrkumsókn 2008

0803018

Lögð fram umsókn frá Geðhjálp á Norðurlandi um styrk til fyrirlestra og fræðslu um geðsjúkdóma. Erindinu synjað.

23.Félag harmonikuunnenda, Skag. - styrkumsókn 2008

0803017

Lögð fram umsókn frá Félagi harmonikkuunnenda í Skagafirði um styrk vegna dags harmonikkunnar, tónlistardagskrár í Sæluviku. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

24.Dagrún Í. Leifsdóttir - styrkumsókn 2008

0803016

Lögð fram umsókn frá Dagrúnu Í. Leifsdóttur um styrk til tónleikahalds í Skagafirði. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

25.Benedikt S. Lafleur - styrkumsókn 2008

0803015

Lögð fram umsókn frá Benedikt S. Lafleur þar sem óskað er eftir styrk til að halda Skáldaspírukvöld og myndlistarsýningu í Sæluviku. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 75.000 af lið 05890 - styrkir til menningarmála.

26.Alþýðulist - styrkumsókn 2008

0803014

Lögð fram umsókn frá Alþýðulist þar sem óskað er eftir styrk til gerðar heimasíðu. Umsókn synjað.

27.Jónsmessufélagið Hofsósi - styrkbeiðni

0802088

Lagt fram erindi frá Jónsmessufélaginu í Hofsósi þar sem óskað er eftir stuðningi við hátíðarhöld. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 150.000 af lið 05710 hátíðarhöld.

28.Skagfirskar æviskrár - styrkbeiðni 2008

0803049

Lagt fram erindi frá Sögufélagi Skagfirðinga þar sem óskað er eftir stuðningi við ritun æviskráa og óskað eftir kynningarfundi með nefndinni. Sviðsstjóra falið að bjóða fulltrúum Sögufélags á næsta fund nefndarinnar.

29.Skólahéraðið Skagafjörður - kynningarátak

0803067

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra þar sem lagt er til að sveitarfélagið hafi frumkvæði að sérstöku átaki í kynningarmálum skóla í Skagafirði í mars-maí. Samþykkt að leggja kr. 300.000 til verksins af lið 21470.

30.Útgáfa kynningarblaðs

0803066

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra þar sem lagt er til að sveitarfélagið gefi út kynningarblað í lok apríl í samstarfi við Nýprent. Samþykkt að leggja til verkefnisins kr. 800.000 af lið 21470.

31.Rekstrarstyrkir til félagsheimila 2008

0803065

Samþykktir eftirfarandi rekstrarstyrkir til félagsheimila fyrir árið 2008 af lið 05610. Árgarður 910.000 Rípurhreppur 480.000 Höfðaborg 1.200.000 Ketilás 700.000 Melsgil 470.000 Miðgarður 950.000

Fundi slitið - kl. 18:30.