Menningar- og kynningarnefnd

37. fundur 21. janúar 2009 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson Sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Rekstrarfyrirkomulag og skipulag safna

0812054

Lagt fram til kynningar erindi frá Safnaráði um skipulag safna.

2.Fjárhagsáætlun 2009 - Menningarmál

0809073

Lögð fram tillaga til lækkunar útgjalda undir lið 05 - menningarmál. Lagt er til að útgjöld til menningarmála lækki um kr. 5.500.000 eða um 5% frá fyrri umræðu. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða og vísar henni til Byggðarráðs.

3.Fyrirspurn varðandi félagsheimilið Melsgil

0901062

Lagt fram erindi frá hóp sem vinnur að uppbyggingu miðstöðvar um Sturlungaslóð í Skagafirði. Með bréfinu fer hópurinn þess á leit við nefndina að sveitarfélagið láni/leigi hópnum Félagsheimilið Melsgil fyrir miðstöð um Sturlungaslóð og sýningu um viðburði og sögusvið Sturlungaaldar.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við hússtjórn Melsgils um málið.

4.Kynningarblað 2009

0901066

Rætt um möguleika á því að gefa út kynningarblað á landsvísu um Skagafjörð, líkt og gert var á síðasta ári.
Sviðsstjóra falið að leita tilboða og gera tillögu til nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 16:00.