Menningar- og kynningarnefnd

29. fundur 21. febrúar 2008 kl. 14:30 - 15:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Guðrún Helgadóttir formaður
  • Hrund Pétursdóttir varaformaður
  • Bjarni Kristinn Þórisson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson Sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Endurkoma Díónýsíu 2008 til Hofsóss

0802007

Lagt fram erindi frá listamannahópnum Díónýsíu, dags. 22. jan. sl. þar sem þau þakka fyrir góðar móttökur þegar hópurinn var í Hofsósi síðastliðið sumar og óska eftir því að sveitarfélagið greiði götu þeirra varðandi komu þeirra í Hofsós 21.-30. maí n.k. Nefndin lýsir ánægju með samstarfið við Díónýsíu og felur sviðsstjóra að ræða við hússtjórn Höfðaborgar varðandi málið og svara síðan erindinu.

2.Framlög til menningarmála 2007

0801067

Lagt fram erindi frá Menningarráði Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir samantekt á framlögum til menningarmála í sveitarfélaginu árið 2007. Sviðsstjóra falið að svara erindinu í samvinnu við fjármálastjóra.

3.Styrkbeiðni vegna ritunar sögu UMSS

0801045

Lagt fram erindi frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, sem vísað var til nefndarinnar frá Byggðarráði, þar sem óskað er eftir styrk til ritunar sögu UMSS. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu menningarstyrkja.

4.Styrkbeiðni vegna frumflutnings tónverka

0801011

Lagt fram erindi frá Skagfirsku söngsveitinni þar sem óskað er eftir styrk til tónlistarflutnings, vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu menningarstyrkja.

5.Þjóðskjalasafn - Skráningarverkefni á Sauðárkróki

0801050

Lögð fram drög að samningi milli Þjóðskjalasafns og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skráningarverkefni á Sauðárkróki til tveggja ára. Óskað er eftir því að Héraðsskjalavörður hafi umsjón með verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir að héraðsskjalavörður sinni verkefninu og felur sviðsstjóra að vinna að málinu með sveitarstjóra og héraðsskjalaverði.

Fundi slitið - kl. 15:30.