Menningar- og kynningarnefnd

43. fundur 04. mars 2010 kl. 13:00 - 16:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Guðrún Helgadóttir formaður
  • Íris Baldvinsdóttir aðalm.
  • Bjarni Kristinn Þórisson aðalm.
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr. VG
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Safnastefna Byggðasafns Skagfirðinga 2010-2014

0911040

Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundarins og kynnti drög að stefnu safnsins fyrir árið 2010-2014.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög.

2.Áshús samningur um veitingasölu

0903059

Lagt fram erindi frá Herdísi Sigurðardóttur, rekstraraðila veitingarstaðarins Áskaffi í Áshúsi við Glaumbæ þar sem hún framlengir samning um reksturinn og skorar jafnframt á nefndina að beita sér fyrir frágangi kjallara Áshússins til að bæta nýtingu hans.

Nefndin vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar Eignasjóðs fyrir næsta ár.

3.Samningur um verkefni á vegum Þjóðskjalasafns í Skagafirði

1003002

Unnar Ingvason forstöðumaður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga kom til fundarins og kynnti drög að samningi milli Þjóðskjalasafns og Héraðsskjalasafns um verkefni á vegum Þjóðskjalasafns á Sauðárkróki. Áætlað er að samningurinn skili tæplega fimm stöðugildum sem unnin verða hér á þessu ári.

Nefndin samþykkir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir.

4.Þjóðleikur á Norðurlandi

1001009

Guðrún Brynleifsdóttir verkefnastjóri kom til fundarins og kynnti stöðu verkefnisins.

Þjóðleikur er samvinnuverkefni fjölmargra áhugasamra aðila á Norðurlandi og þjóðleikhússins um eflingu leiklistar og skapandi starfs fyrir ungt fólk. Með þátttöku í verkefninu er verið að búa til þekkingu og reynslu á hverjum stað sem nýtist til framtíðar.

Í vetur er unnið er að því að kynna verkefnið fyrir skólum svæðisins og áhugaleikfélögum, en gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist formlega á haustönn 2010 og því ljúki á vorönn 2011 með leiklistarhátíð.

5.Samningur um rekstur Bifrastar

0910027

Lagður fram samningur milli hússtjórnar Bifrastar og rekstraraðila um rekstur hússins.

Nefndin samþykkir samninginn.

6.Félagsheimilið Ljósheimar - samningur um rekstur

1001030

Lagður fram samningur milli hússtjórnar Ljósheima og rekstraraðila um rekstur hússins.

Nefndin samþykkir samninginn.

7.Ósk um samstarf á árinu 2010

0911086

Lagt fram erindi frá sjálfboðasamtökunum Veraldarvinum þar sem óskað er eftir samstarfi á árinu 2010.

Nefndin felur Markaðs- og þróunarsviði að vinna að málinu.

8.Kynningarmál vor 2010

1003003

Lögð fram tillaga frá sviðsstjóra um átak í kynningarmálum á vormánuðum.

Nefndin samþykkir tillöguna sem meðal annars felur í sér útgáfu á kynningarblaði í apríl.

Ennfremur er sviðsstjóra falið að koma með tillögur að breyttu útliti á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir næsta fund.

9.Beiðni um breytingar á aðstöðu í Miðgarði

1003024

Lagt fram erindi frá Karlakórnum Heimi þar sem óskað er eftir því að fá að nýta annað herbergi í kjallara en ráð var fyrir gert í samningi sem gerður var milli kórsins og hússins dags. 23.10.2009.

Afgreiðslu málsins frestað og ákveðið að leita upplýsinga frá Umhverfis- og tæknisviði og rekstraraðila. Ennfremur ákveðið að kynna erindið fyrir öðrum meðeigendum.

Fundi slitið - kl. 16:20.