Menningar- og kynningarnefnd

49. fundur 10. nóvember 2010 kl. 15:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Pálmi Sigurður Sighvats varam.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Starfsemi Menningarráðs Norðurlands vestra

1011074

Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi Norðurlands vestra kom til fundarins og kynnti starfsemi Menningarráðs Norðurlands vestra.

2.Endurgerð stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga

1010170

Lögð fram drög að nýrri stofnskrá fyrir Byggðasafn Skagfirðinga. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög.

3.Málefni Ketilás

1011071

Sviðsstjóri lagði fram tillögu um að auglýst verði eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Tillagan er lögð fram að höfðu samráði við hússtjórn í Ketilási.

Nefndin samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að auglýsa eftir rekstraraðila.

4.Fjárhagsáætlun 2011 - Menningar- og kynningarnefnd

1011075

Farið yfir fjárhagsstöðu menningarliða og rætt um fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.

Fundi slitið - kl. 15:00.