Menningar- og kynningarnefnd

42. fundur 17. nóvember 2009 kl. 16:00 - 18:25 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Guðrún Helgadóttir formaður
  • Bjarni Kristinn Þórisson aðalm.
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr. VG
  • Ólafur Atli Sindrason varam.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Safnastefna Byggðasafns Skagfirðinga 2010-2014

0911040

Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga kynnti drög að nýrri stefnu Byggðasafns Skagfirðinga 2010-2014.

Meðal helstu atriða sem taka þarf til athugunar á næstu misserum eru framtíð geymsluhúsnæðis og sýninga í Minjahúsinu og framtíðarskipulag safnasvæðisins í Glaumbæ.

Rætt um framtíðarsýn varðandi sýningar og geymslur safnsins og framtíð þeirra samstarfsverkefni sem safnið tekur þátt í.

2.Sögusetur ísl. hestsins - ósk um samstarfssamning

0910132

Lagt fram erindi frá Sögusetri íslenska hestsins, sem Byggðarráð vísaði til nefndarinnar til umfjöllunar. Í erindinu er óskað eftir að sveitarfélagið tryggi Sögusetrinu fjármagn sem samsvarar einu stöðugildi í þrjú ár. Nefndin er jákvæð í garð verkefnisins og telur eðlilegt að gerður sé langtímasamningur um þátttöku sveitarfélagsins í því, enda er Byggðasafn Skagfirðinga aðili að Sögusetrinu.. Hinsvegar hefur nefndin ekki til ráðstöfunar neina fjármuni til verkefnisins innan málaflokks 05.

3.Félagsheimili - skýrslur og viðhald

0911049

Sviðsstjóri lagði fram samantekt frá Guðrúnu Brynleifsdóttur um viðhaldsmál félagsheimila frá hússtjórnum og rekstraraðilum húsanna.

4.Fjárhagsáætlun Menningar- og kynningarnefndar 2010

0911045

Sviðsstjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir lið 05 - menningarmál, sem unnin eru í samráði við forstöðumenn safnanna.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og samþykkir að vísa þeim til Byggðarráðs til fyrstu umræðu.

5.Breytingar á gjaldskrá Héraðsbókasafns

0911057

Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög.

6.Mögulegar breytingar á innra skipulagi Safnahúss

0911059

Unnar Ingvason kynnti hugmyndir að breytingum á innra skipulagi Safnahússins á Sauðárkróki.

Fundi slitið - kl. 18:25.