Menningar- og kynningarnefnd

58. fundur 09. desember 2011 kl. 13:30 - 15:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir ritari
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Emma Sif Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun menningarmála 2012

1111076

Nefndin fór í gegnum drög að fjárhagsáætlun fyrir menningarliði fyrir árið 2012.

Nefndin samþykkir eftirfarandi gjaldskrárhækkanir: Gjaldskrá Héraðsbókasafns, lánþegaskírteini hækka úr kr. 1.500 í kr. 1.700. Gjaldskrá Byggðasafns, aðgangseyrir í Glaumbæ hækkar úr kr. 600 í kr. 800 og aðgangseyrir í Minjahúsið úr kr. 400 í kr. 600.

Nefndin vísar því til Byggðarráðs að endurskoða núverandi fyrirkomulag á framlagi Akrahrepps til rekstrar Héraðsbókasafns. Akrahreppur greiðir nú kr. 48.000 á ári til rekstrarins.

Ennfremur vísar nefndin því til Byggðarráðs að leitað verði til Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð varðandi rekstrarstyrk til Menningarhússins Miðgarðs að upphæð 2.000.000 fyrir næsta ár.

Lagt er til að útgjöld til málaflokks 05 verði kr. 123.912.000 og samþykkt að vísa áætluninni til Byggðarráðs.

2.Félagsheimili Rípurhrepps

1103015

Lögð fram umsókn frá Halldóri B. Gunnlaugssyni og Hildi Þóru Magnúsdóttir þar sem þau sækjast eftir því að gerast rekstraraðilar Félagsheimilisins í Hegranesi.

Nefndin felur sviðsstjóra að ganga til viðræðna við þau um rekstur hússins, að höfðu samráði við hússtjórn hússins.

3.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs árið 2011

1103036

Fjórar umsóknir bárust um rekstur Menningarhússins Miðgarðs. Nefndin samþykkir að kalla umsækjendur til fundar og ræða nánar við þá um þær hugmyndir sem þau hafa. Sviðsstjóra og formanni falið að kynna umsóknir fyrir öðrum eigendum hússins.

4.Umsókn um rekstur Ljósheima

1112057

Fimm umsóknir bárust um rekstur félagsheimilisins Ljósheima. Nefndin samþykkir að kalla umsækjendur til fundar og ræða nánar við þá um þær hugmyndir sem þau hafa. Sviðsstjóra og formanni falið að kynna umsóknir fyrir öðrum eigendum hússins.

Fundi slitið - kl. 15:30.