Menningar- og kynningarnefnd

22. fundur 26. september 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar

Fundur 22  – 26.09.2007


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Glaumbæ í Skagafirði,
miðvikudaginn 26.09.2007, kl. 15:00.

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir formaður, Hrund Pétursdóttir sem ritaði fundargerð, Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagafjarðar, Guðný Zoëga hjá Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga og Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Bjarni Þórisson var forfallaður.
 

DAGSKRÁ:

1)      Málefni Byggðasafns Skagfirðinga
2)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Málefni Byggðasafns Skagfirðinga
Hjörleifur Stefánsson kynnti hugmyndir um breytingar á safnasvæði við Glaumbæ og aðstöðuhúsi. Sú vinna er hluti af stefnumótunarvinnu vegna safnsins 2008.
 
Sigríður Sigurðardóttir kynnti söfnunarstefnu sem er hluti af safnstefnu Byggðasafns Skagfirðinga. Einnig kynnti hún starfsemi Byggðasafnsins:
Starfsmannamál – Í sumar unnu alls 15 starfsmenn hjá safninu en nú í dag eru þeir fjórir í þremur og hálfu stöðugildi. Þar af eru tvö stöðugildi í fornleifadeild.
Gestir – Í ár hafa 24.200 gestir heimsótt Glaumbæ og 950 heimsótt Minjahúsið á Sauðárkróki.
Rannsóknir – Starfsmenn Byggðasafnsins taka þátt í eftirfarandi rannsóknum:
-          Kirkjurannsóknir
·         Kirkjustaðir fyrir 1555 í Skagafirði.
-          Hólarannsókn
-          Kolkuósrannsókn
-          Keldudalsrannsókn
Sýningar sem safnið hefur tekið þátt í í ár er 100 ár í heilbrigði sem unnin var í samstarfi við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.
Útgáfa – kynningarefni og smárit.
Önnur verkefni - Byggðasafn Skagfirðinga hefur í samstarfi við smíðadeild Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum komið upp Fornverkaskóla þar sem nemendum eru kennd forn handverk til bygginga. Fjögur námskeið hafa verið haldin á þessu ári bæði í torf- og grjóthleðslu og tréverki. Þátttaka á námskeiðunum hefur verið góð, er markmiðið að halda fleiri námskeið.
 
Guðný Zoëga, deildarstjóri Fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga, kynnti starfsemi deildarinnar og framtíðarmöguleika. Við deildina eru tveir starfsmenn í fullu starfi og einn til viðbótar fyrir sumartímann. Fornleifadeildin er fjármögnuð með framlagi frá Sveitarfélaginu Skagafirði, styrkjum og útseldri vinnu.
 
Sigríður Sigurðardóttir gerði grein fyrir stöðu safns Kristjáns Runólfssonar í Hveragerði, sem áður var til húsa á Sauðárkróki.  Nefndin leggur áherslu á að hagsmuna Skagfirðinga verði gætt m.t.t. samninga sem gerðir voru við Kristján Runólfsson á þeim tíma er hann starfaði hjá Byggðasafni Skagfirðinga.
 
2)      Önnur mál
 
Tekið var fyrir bréf frá Kvenfélaginu Framför.
Menningar- og kynningarnefnd þakkar bréf félagsins, sem dagsett er 14. september s.l. Þar sem ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við þá ákvörðun að auglýsa eftir rekstraraðila að Félagsheimilinu Ljósheimum eða drög að auglýsingu, mun sú ákvörðun þegar koma til framkvæmda.
 
Nefndin tekur undir það sjónarmið að á umliðnum árum hafi skort á samráð milli eigenda Ljósheima og leggur áherslu á mikilvægi hússtjórnar í því sambandi. Hafi ákvarðanir nefndarinnar og framfylgd þeirra valdið kvenfélaginu eða einstökum kvenfélagskonum óþægindum biðjumst við velvirðingar á því og óskum eftir farsælu samstarfi í framtíðinni.
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00