Menningar- og kynningarnefnd

20. fundur 20. júní 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar

Fundur 20  – 20.06.2007


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
miðvikudaginn 20.06.2007, kl. 15:00.

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir, Páll Dagbjartson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.  Andrés Viðar Ágústsson kom til fundarins undir lið 1. Hólmfríður Jónsdóttir, Jóhann Kári Hjálmarsson og Ragnheiður Jónsdóttir komu til fundarins undir lið 2.

DAGSKRÁ:

1)      Málefni félagsheimila – Ljósheimar
2)      Málefni félagsheimila – Árgarður
3)      Málefni félagsheimila – skipan í hússtjórnir
4)      Önnur mál
 
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Málefni félagsheimila - Ljósheimar
Til fundarins kom Andrés Viðar Ágústsson, formaður hússtjórnar Ljósheima. 
Nefndin ákveður að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi rekstur félagsheimilisins Ljósheima.  Nefndin leysir því fulltrúa sveitarfélagsins í hússtjórn Ljósheima frá störfum og þakkar þeim fyrir vel unnin störf.  Nefndin ákveður því að taka tímabundið við stjórn hússins.  Reiknað er með að ný hússtjórn taki við stjórn 1. ágúst.
Ákveðið að ræða við húsvörð Ljósheima um málið.
Fundi frestað.
 
2)      Málefni félagsheimila - Árgarður
Fundi framhaldið í Árgarði.
Til fundarins komu Hólmfríður Jónsdóttir frá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps, formaður hússtjórnar Árgarðs og Jóhann Kári Hjálmarsson fulltrúi sveitarfélagsins í hússtjórn og Ragnheiður Jónsdóttir húsvörður.
Lögð voru fram á fundinum drög að reglugerð fyrir Árgarð. 
Rætt um rekstur hússins og möguleika varðandi breytingu á rekstrarformi og möguleika á því að auka tekjur hússins.
 
3)      Málefni félagsheimila – skipan í hússtjórnir
Samþykkt að tilnefna eftirfarandi aðila sem fulltrúa sveitarfélagsins í hússtjórnir félagsheimila:
 
Skagasel:
Halldóra Björnsdóttir
Merete Rabölle
 
Árgarður:
Jóhann Kári Hjálmarsson
Eyjólfur Þór Þórarinsson
 
Félagsheimili Rípurhrepps
Eiríkur Loftsson
 
 
4)      Önnur mál
Voru engin
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00