Menningar- og kynningarnefnd

14. fundur 26. febrúar 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar

Fundur 14  – 26.02. 2007


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Félagsheimilinu Skagaseli,
mánudaginn 26.02.2007, kl. 16:15.

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir, Páll Dagbjartson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Auk þess sátu undir lið 1: Árný Ragnarsdóttir, Halldóra Björnsdóttir og Jón Stefánsson.
 
DAGSKRÁ:
1)      Málefni félagsheimila
a.      Skagasel
2)      Vefsíða sveitarfélagsins
3)      Samningur um Fornverkaskólann
4)      Erindi frá Félags- og tómstundanefnd
5)      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

1)      Málefni félagsheimila
Skagasel
Til fundar komu fulltrúar í hússtjórn Skagasels, Árný Ragnarsdóttir, Halldóra Björnsdóttir og Jón Stefánsson.
Rætt um viðhaldsmál Skagasels og mögulegt samstarf sveitarfélagsins og Kvenfélags Skefilsstaðahrepps við lagfæringar á húsinu utanhúss.
Rætt um rekstur hússins, Árný hefur annast húsvörslu árum saman í sjálfboðavinnu, en hún mun láta af störfum við næstu áramót. Næstu skref varðandi rekstur hússins eru að auglýsa eftir aðila sem tæki að sér rekstur þess frá áramótunum 2007-2008, stefnt að því að gera það sem fyrst.
Gestir viku af fundi.
 
2)      Vefsíða sveitarfélagsins
Formaður lagði fram til kynningar drög að verklagsreglum fyrir heimasíðu sveitarfélagsins.
 
3)      Samningur um Fornverkaskólann
Lögð fram drög að samstarfssamningi Byggðasafns Skagfirðinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Hólaskóla – Háskólans á Hólum um Fornverkaskólann.  Áður til umræðu í nefndinni 22. janúar 2007.
Nefndin samþykkir samninginn.
 
4)      Erindi frá Félags- og tómstundanefnd
Lagt fram til umsagnar erindi frá Félags- og tómstundanefnd um notkun á íþróttahúsinu á Sauðárkróki undir menningarviðburði og tillaga Fræðslu- og íþróttafulltrúa að reglum um notkun hússins fyrir menningarviðburði. 
Menningar- og kynningarnefnd tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindinu og styður þá ákvörðun Félags- og tómstundanefndar að setja slíkar reglur.
 
5)      Önnur mál
Voru engin
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30