Menningar- og kynningarnefnd

13. fundur 16. febrúar 2007
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 13  – 16.02. 2007
 


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
föstudaginn 16.02.2007, kl. 15:00.

 

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir, Páll Dagbjartson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 
 

DAGSKRÁ:

 

1)      Umsögn um stefnu stjórnvalda í fornleifavernd á Íslandi 2006-2011

 

2)      Menningarsjóður.

 

3)      Önnur mál

 


AFGREIÐSLUR:

 

1)      Umsögn um stefnu stjórnvalda í fornleifavernd á Íslandi 2006-2011

Formaður lagði fram drög að athugasemdum við stefnu stjórnvalda í fornleifavernd á Íslandi 2006-2011.  Nefndin samþykkir drögin, sviðsstjóra falið að senda þau til réttra aðila.

  

2)      Menningarsjóður 

Formaður lagði fram drög að reglugerð fyrir menningarsjóð Sveitarfélagsins Skagafjarðar.  Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög.  Sviðsstjóra falið að auglýsa lausa styrki til  menningarviðburða á fyrri hluta ársins.

  

3)      Önnur mál 

Áður en fundurinn hófst hlýddi nefndin á fyrirlestur frá Guðmundi Oddi Magnússyni prófessor í Listaháskóla Íslands.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30