Menningar- og kynningarnefnd

12. fundur 22. janúar 2007
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 12  – 22.01. 2007


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
mánudaginn 22.01.2007, kl. 15:30.

 

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir, Páll Dagbjartson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 

 

DAGSKRÁ:

 

1)      Stefna og starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga.

 

2)      Menningarsjóður.

 

3)      Starfsáætlun nefndarinnar fyrri hluta árs 2007

 

4)      Önnur mál

 


AFGREIÐSLUR:

 

1)      Stefna og starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga.

 

Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundar og kynnti eftirfarandi verkefni sem eru í vinnslu hjá Byggðasafninu.

 

a)      Fornverkaskóli í Skagafirði, samstarf Fjölbrautaskóla NV, Hólaskóla og Byggðasafns sem snýst um varðveislu og miðlun þekkingar á fornu handverki.  Forstöðumanni falið að vinna áfram að málinu og leggja samning um verkefnið fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

b)      Lagt fram til kynningar samkomulag um vettvang handverksnámskeiða við eigendur Tyrfingsstaða þar sem fram kemur um að safnið megi nota gömul hús á jörðinni sem vettvang námskeiða á vegum Fornverkaskólans.

 

c)      Endurnýjun samstarfssamnings við Áskaffi um rekstur kaffistofu í Áshúsi við Glaumbæ.  Nefndin samþykkir framkomin drög að samningi og felur forstöðumanni að ganga fram honum.

 

d)      Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun vegna vinnu sem safnið mun vinna fyrir Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki vegna sögusýningar í tilefni að 100 ára afmælis hjúkrunarstarfs á Sauðárkróki.  Sýningin mun opna í Sæluviku.

 

e)      Til kynningar - ráðstefna um íslenska byggingararf, 30.-31. mars 2007 á Löngumýri sem Byggðasafnið tekur þátt í.

 

f)        Safnstjóri óskar eftir heimild til að ráða safnvörð í hálft starf á ársgrundvelli.  Nefndin samþykkir ráðninguna fyrir sitt leiti, með fyrirvara um samþykki Byggðarráðs, enda er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun. 

 

g)      Lögð fram til kynningar Ársskýrsla Byggðasafnsins 2006.

 

h)      Skipulag safnasvæðisins í Glaumbæ.  Menningar- og kynningarnefnd beinir því til Skipulags- og byggingarnefndar að hafist verði handa við nýtt deiliskipulag á safnasvæðinu í Glaumbæ.  Mikilvægt er að bætt verði úr bílastæðamálum, aðstöðu fyrir snyrtingar og fleira.  Sviðsstjóra og forstöðumanni falið að sækja um styrk til Ferðamálaráðs vegna úrbóta á fjölsóttum ferðamannastað.

 

 

 

2)      Menningarsjóður

 

Formaður lagði fram drög að úthlutunarreglum fyrir Menningarsjóð Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

 

Ákveðið að ræða um skiptingu þess fjármagns sem áætlað er til menningarstyrkja á næsta fundi.

 

 

 

Rætt um starfsemi í nýju menningarhúsi, Miðgarði í Varmahlíð, sem stefnt er að því að opna síðar á árinu.  Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúa Akrahrepps og formanni stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð um málið. 

 

 

 

3)      Önnur mál

 

Lögð fram til kynningar skipulagskrá Söguseturs íslenska hestsins sem Byggðarráð vísaði til nefndarinnar á fundi sínum 9. jan. sl.  Nefndin samþykkir fyrirliggjandi skipulagskrá Söguseturs íslenska hestsins.

 

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45