Menningar- og kynningarnefnd

10. fundur 06. desember 2006

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar

Fundur 10  – 06.12. 2006


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki,
miðvikudaginn 06.12.2006, kl. 15:00.

 
Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 
 
DAGSKRÁ:
1)      Fjárhagsáætlun frá fyrstu umræðu
2)      Erindi frá stjórn Byggðasögu Skagfirðinga
3)      Styrkir til félagsheimila - seinni úthlutun
4)      Önnur mál
a.      Kynning á undirbúningi Menningarsamnings fyrir Norðurland vestra
b.      Frestun vinnufunda
5)      Vefsíðan
6)      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

1)      Fjárhagsáætlun
Nefndin samþykkir að gera þá athugasemd við fjárhagsáætlun, eins og hún kom til fyrstu umræðu, að farið verði að fyrri tillögu nefndarinnar varðandi lið 05310.
 
2)      Erindi frá stjórn Byggðasögu Skagfirðinga
Lagt fram erindi dags. 10.11.2006 frá Bjarna Maronssyni, f.h. útgáfustjórnar Byggðasögu Skagafjarðar þar sem óskar er eftir því að gert verði ráð fyrir launum ritstjóra og öðrum kostnaði við störf hans í fjárhagsáætlun sveitarfélagins fyrir næsta ár.
Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með útgáfustjórn þar sem unnið verði að gerð nýs samnings um útgáfu Byggðasögu.  Óskað er eftir því að stjórnin leggi fram yfirlit yfir kostnað við ritun Byggðasögunnar frá árinu 2006 og áætlanir um tekjur og gjöld á næsta ári.
 
3)      Styrkir til félagsheimila - seinni úthlutun
Nefndin samþykkir að ganga frá eftirfarandi úthlutun á styrkjum til félagsheimila:
 

Félagsheimilið Bifröst 150.000
Félagsheimilið Rípurhreppi 100.000
Félagsheimilið Höfðaborg 250.000
Félagsheimilið Ketilás 100.000
Félagsheimilið Ljósheimar 100.000
Félagsheimilið Melsgil 100.000
Félagsheimilið Miðgarður 350.000
Félagsheimilið Skagasel 100.000

 
4)      Önnur mál
a.      Kynning á undirbúningi Menningarsamnings fyrir Norðurland vestra
Formaður nefndarinnar kynnti vinnu við undirbúning Menningarsamnings fyrir Norðurland vestra.
 
b.      Frestun vinnufunda
Samþykkt að fresta fyrirhuguðum vinnufundum vegna vefsíðu fram á næsta ár.
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30