Menningar- og kynningarnefnd

6. fundur 04. október 2006

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 6  – 4.10. 2006

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Minjahúsinu á Sauðárkróki,
miðvikudaginn 4.10.2006, kl. 14:30.

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga. Fundargerð ritaði Guðrún Helgadóttir.
 
DAGSKRÁ:
1)     Byggðasafn Skagfirðinga

2)     Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)     Byggðasafn Skagfirðinga

Sigríður Sigurðardóttir gerði grein fyrir málefnum byggðasafnsins og lagði fram kynningargögn. Nefndin skoðaði aðstöðu og sýningar í Minjahúsinu.
 
Byggðasafn þarf að sinna staðbundinni menningar og menningarstarfi, en það eru markmið byggðasafna. Umsvifin hafa aukist, útgjöld og jafnframt tekjur. Það er markmið að reyna að fá krónu á móti krónu og það hefur gengið nokkuð vel a.m.k. miðað við sambærilegar stofnanir á landinu. Safnið hér rekur fornleifadeild, sem er sjálfstæð rekstrareining sem sækir styrki víða [*]en föst umsókn er til Safnasjóðs.  svo sem til Fornleifasjóðs. Þá hefur safnið staðið fyrir sýningum utan safnsins og stefnan er að vinna með þeim aðilum sem vilja gera sögu og menningu héraðsins sýnilega t.d. í menningartengdri ferðaþjónustu. Samningur er milli Vesturfarasetursins og Byggðasafnsins um þá hluti sem safnið leigir sýningu á setrinu. Ganga þarf frá þessum samingi til framtíðar.
 
Nýtt verkefni er nú í deiglunni; Fornverkaskólinn sem er samvinnuverkefni Hólaskóla, FNV, Fornverk ehf og Byggðasafnsins. Það felst í skipulagningu náms í hefðbundnu handverki við íslenskan byggingaarf; torf- og grjóthleðslur og húsasmíð og er kostað af Starfsmenntaráði.
 
Fjöldi gesta sem heimsækir Glaumbæ var um 25.000 á síðast ári. Gjaldið fyrir ferðamenn sem heimsækja safnið er 500 kr. á mann nema hópar greiða 400 kr. á mann. Glaumbær er þannig fjölsóttasti ferðamannastaður í Skagafirði. Þar er aðstaðan komin að þolmörkum, sérstaklega salernisaðstaða sem er ekki fullnægjandi miðað við gestafjölda og aðstaða safnbúðarinnar sem er of lítil. Þá er enn óráðið með hvaða hætti fornleifarnar, þ.e. landnámsskálinn sem hefur verið rannsakaður verða tengdar safnasvæðinu.
 
Starfsaðstaða safnsins er á nokkrum stöðum. Í Glaumbæ er fjölsóttasta sýningin í friðuðum torfbæ, þar eru skrifstofur safnsins í Gilshúsi og er sú aðstaða nú að verða of lítil. Þá er spurning hvort þar þurfi ekki húsvörslu allan ársins hring. Í Minjahúsinu á Sauðárkróki er fornleifadeild til húsa, þar eru geymslur og sýningar. Ástand Minjahússins er þannig að það er aðkallandi að klæða það. Auk þess eru geymslur og sýningar á nokkrum stöðum í héraðinu, sumar þó aðeins til bráðabirgða.
 
Geymslumál; góðar og nægar geymslur eru eitt helsta hagsmunamál allra safna. Allir munir eru skoðaðir, hreinsaðir,  skráðir og geymdir. Skráningu í miðlæga gagnagrunninn Sarp og þar með skráning muna inní safnkost safnsins fylgir ábyrgð á varðveislu hans. Óheimilt er þá að ráðstafa honum útúr safninu til frambúðar. Grisjun skráðra safnmuna er ekki möguleg nema með leyfi Safnaráðs. Geymslur safnsins nú eru; kjallari Áshúss  (köld og rök, hentar aðeins fyrir muni sem ekki þola hita og þurrk), Minjahúsið, efri hæð (upphituð, þurr geymsla) og svo eru einnig stærri hlutir geymdir í skemmu á Hólum (köld og rök geymsla). Samkomulag við einkaaðila er um afnot af geymslu. Fyrirsjáanleg er aukin þörf á geymslum með tímanum.
 
Í deiglunni:

  • Safnasvæðið í Glaumbæ - aðstöðuhús.
  • Minjahúsið – klæðning.
  • Kolkuós – fornleifarannsókn Byggðasafns Skagafjarðar.
  • Glaumbær - húsvarsla.
  • Fornverkaskólinn - námskeið á vettvangi: Tyrfingsstaðir, Suðurgata 5.

 
2)   Önnur mál
Menningar og kynningarnefnd ræddi tillögu þá er sveitarstjórn beindi til hennar. Nefndin telur ekki ástæða til að skipa sérstakan starfshóp um markaðs- og kynningaráætlun þar sem þetta verkefni hafi verið falið fastanefndum, annarsvegar Menningar- og kynningarnefnd og hins vegar Atvinnu- og ferðamálanefnd.
 [*] Leiðrétting v.misritunar, gerð á fundi Menningar- og kynningarnefndar 8. jan. 2007
   ..*en föst umsókn er til Safnasjóðs. Þessi orð skulu falla út en í staðinn komi orðin:
   “..*svo sem til Fornleifasjóðs.”