Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

99. fundur 08. apríl 2002 Í félagsheimilinu Bifröst

 99. fundur haldinn í Bifröst, mánudaginn 8. apríl 2002
Mætt:   Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Björgvin Guðmundsson, Bjarni Brynjólfsson og Ómar Bragi Stefánsson.

Dagskrá:

 1. Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga og Þór Hjaltalín,minjavörður mæta á fundinn.
 2. Lagt fram bréf frá Miðgarðsnefnd, dags. 18. mars 2002, með tillögum að nýrri reglugerð fyrir félagsheimilið Miðgarð. Bréfinu var vísað til MÍÆ nefndar frá Byggðarráði þann 20.03.2002
 3. Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði, dags. 12. mars 2002, þar sem hvatt er til      þess að sveitarstjórn haldi upp á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar þann 15.      maí nk.
 4. Lagðir fram samningar við íþróttafélög.
 5. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

 1. Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra og Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, kynntu starf minjavarðar og þau verkefni, sem hann er að vinna að. Einnig var lögð fram ársskýrsla Minjavarðar Norðurlands vestra fyrir árið 2001.
 2. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti nýja reglugerð fyrir félagsheimilið Miðgarð.
 3. Starfsmanni falið að kynna verkefnið fyrir aðilum, sem málið varðar.
 4. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að samingum við íþróttafélög og felur starfsmanni að ganga frá þeim við viðkomandi aðila.
 5. Önnur mál:
  a)  Lögð fram ódagsett greinargerð vegna styrkumsóknar, sem var hafnað á fundi MÍÆ 21. mars sl.
  b)  Lagt fyrir bréf, dags. 04.04. 2002, frá húsnefnd Árgarðs, þar sem óskað er aukafjárveitingar vegna viðhalds utanhúss og málningar.
  Nefndin frestar afgreiðslu.
  c)  Lagt fyrir bréf, dags. 8.4.2002, frá Bjarna Þórissyni vegna hluthafafundar Höfðaborgar.
  Afgreiðslu frestað.
  Starfsmanni jafnframt falið að afla upplýsinga hjá Menntamálaráðuneyti um staðfestar reglugerðir allra félagsheimila í Skagafirði og að fá upplýsingar hjá sýslumanni um eignarhald félagsheimilanna.

Fleira ekki gert og  fundi slitið kl.18.22