Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

94. fundur 24. janúar 2002 kl. 17:00 - 19:08 Á skrifstofu sveitarfélagsins

94. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins 24. jan. 2002, kl. 17:00.
Mætt: Jón Garðarsson, Bjarni Brynjólfsson, Kristín Bjarnadóttir, Helgi Thorarensen, og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Félagsheimili í Skagafirði - rekstrarstyrkir
  2. Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

  1. Nefndin samþykkti eftirfarandi greiðslur til félagsheimila:

Árgarður

600.000

Bifröst

500.000

Höfðaborg

680.000

Ketilás

300.000

Ljósheimar

900.000

Melsgil

200.000

Miðgarður

1.500.000

Félagsh. Rípurhr.

200.000

Skagasel

350.000

Styrkirnir verða greiddir út í 4 jöfnum greiðslum: 10. febr., 10. maí, 10. ágúst og 10. nóvember 2002.
Einnig samþykkir nefndin viðhaldsstyrki til eftirtalinna húsa:

Árgarður

350.000

Bifröst

500.000

Höfðaborg

600.000

Miðgarður

350.000

Viðhaldsstyrkir verða greiddir út í samráði við starfsmann nefndarinnar og fjármálastjóra.

 2.  Önnur mál.
a)       Kynntur samningur við Kristján Runólfsson vegna Minjahússins á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir samninginn og felur starfsmanni að ganga frá honum.
b)       Starfsmanni falið að ræða við forráðamenn Skagafjarðarveitna og formenn  hús­stjórna þeirra húsa, er málið varðar, um afnot veitnanna af félagsheimilunum.
c)       MÍÆ-nefnd samþykkir að forstöðumanni Byggðasafns Skagfirðinga sé heimilt að ráða starfsmann til Byggðasafnins, sem mun m.a. annast fornleifaskráningu, enda mun kostnaður við hann rúmast innan fjárhagsramma.
d)      Lagt fram bréf frá Hauki Frey Reynissyni, dags. 17.01.02, þar sem hann gerir athugasemd við ráðningu húsvarðar í Höfðaborg. Afgreiðslu frestað til næsta fundar meðan frekari gagna er aflað.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19,08