Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

40. fundur 13. desember 1999 kl. 16:00 - 19:25 Á Hótel Varmahlíð

 

            Fundur haldinn að Hótel Varmahlíð mánudaginn 13. desember kl. 1600.
Mættir:  Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen, Jón Garðarsson, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Skoðunarferð í Náttúrugripasafnið í Varmahlíð.
  2. Fjárhagsáætlun.
  3. Bréf frá Vesturfarasetrinu.
  4. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Fór nefndin og skoðaði safnið undir leiðsögn frá Páli Dagbjartssyni.
  2. Fundarmenn fóru yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2000.
  3. Valgeir Þorvaldsson kom á fundinn og kynnti fyrir fundarmönnum fyrirhugaða sýningu frá Utah.
  4. Önnur mál - engin.