Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

34. fundur 13. október 1999

Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

 1. Fulltrúar UMSS koma á fundinn.
 2. Árið 2000 - upplýsingar um hátíðarhöld.
 3. Bókasöfn í Skagafirði.
 4. Minjahúsið á Sauðárkróki.
 5. Samningur við Skíðadeild Tindastóls kynntur.
 6. Bréf frá Iðnaðarmannafélagi Skagafjarðar vegna styrkbeiðni.
 7. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

 1. Haraldur Jóhannsson og Halldór Halldórsson frá UMSS komu á fundinn.  Rætt var um landsmót UMFÍ 2004.  Ákveðið að halda áfram með upplýsingaöflun um mótið.
 2. Samþykkt að óska eftir fundi með ráðgjafanefnd vegna 2000 hátíðarhalda í Skagafirði.
 3. Unnar Ingvarsson og Dóra Þorsteinsdóttir komu á fundinn.  Var rætt um bókasöfnin í Skagafirði og framtíð þeirra.  Ákveðið að kalla saman starfsmenn almenningsbókasafna í Skagafirði til fundar.
 4. Kristján Runólfsson mætti á fundinn.  Hann upplýsti fundarmenn um starfsemina og hvernig sl. sumar hefði gengið.  Ákveðið var að fara í vinnu við endurskoðun á samningi við Kristján.
 5. Lagður fyrir og kynntur samningur við Skíðadeild Tindastóls um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli.  Formaður bar fram tillögu um að samningnum yrði vísað til byggðarráðs.  Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.
  Helgi Thorarensen óskar bókuð mótmæli gegn því að samningi um uppbyggingu á skíðasvæði í Tindastóli verði vísað til byggðarráðs án þess að MÍÆ nefnd fái tækifæri að taka afstöðu til samningsins.
  Jón Garðarsson óskar bókunar:
  “Mæli með samningnum”.
 6. Frestað
 7. Önnur mál.
  a)      Kynnt blað MÍÆ um vetrarstarf 1999-2000.
  b)      Kynnt uppsagnarbréf frá forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar.

Fundi slitið.