Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

28. fundur 08. júlí 1999 kl. 17:00 Á skrifstofu Skagafjarðar

Ár 1999, fimmtudaginn 8. júlí, kom menningar-, íþrótta-  og æskulýðsnefnd saman á Skrifstofu Skagafjarðar kl.1700.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson og Gísli Eymarsson. Auk þeirra Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

DAGSKRÁ:

  1. Styrkir til íþróttamála
  2. Samningur um rekstur og umhirðu íþróttavallasvæða.

AFGREIÐSLUR:

1.    Eftirfarandi styrkbeiðnir hafa borist:

Umf.   Tindastóll

kr.

9.000.000,-

Golfklúbbur   Sauðárkróks

kr.

1.000.000,-

Umf. Neisti

kr.

900.000,-

Umf. Smári

kr.

1.000.000,-

Hestamannafélagið   Léttfeti

kr.

250.000,-

Ungmennasamband   Skagafjarðar

kr.

1.700.000,-

Umf. Hjalti

kr.

400.000,-

Skotfélagið   Ósmann

kr.

100.000,-

 Samþykkt að veita eftirfarandi styrki:

Umf.   Tindastóll

kr.

4.000.000,-

Golfklúbbur   Sauðárkróks

kr.

800.000,-

Umf. Neisti

kr.

525.000,-

Umf. Smári

kr.

350.000,-

Hestamannafélagið   Léttfeti

kr.

210.000,-

Ungmennasamband   Skagafjarðar

kr.

1.000.000,-

Umf. Hjalti

kr.

140.000,-

Úthlutun til Léttfeta byggist á því að hluta styrksins verði varið til reksturs reiðskóla fyrir börn.
Þá samþykkir m.í.æ. að styrkja Skotfélagið Ósmann um kr. 50.000,- sem færist á liðinn íþr.- og æskulýðsmál óskipt.
Ofangreint samþykkt með 4 atkvæðum.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá þar eð hann telur að meiri undirbúningsvinna  hefði þurft að eiga sér stað áður en ákvörðun var tekin.

2.    Lagður fram samningur við Umf. Tindastól um rekstur og umhirðu íþróttavalla­svæða frá og með 15.05.99 – 15.09.99. Hljóðar samningurinn upp á kr. 1.600.000,-.
Samningurinn borinn upp og samþykktur.

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.