Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

21. fundur 14. apríl 1999 kl. 16:00 Í Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks

Menningar- íþrótta og æskulýðsnefnd kom saman miðvikudaginn 14. apríl kl. 16.00 í fundarsal Stjórnsýsluhúss Sauðárkróks.
Mætt voru; Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen, Jón Garðarsson, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir auk Páls Kolbeinssonar ritara.

DAGSKRÁ:
Íþróttamál.:
1. Bréf frá U.M.F.T.
2. Bréf frá Knattspyrnudeild U.M.F.T. vegna íþróttavallar.
3. Bréf frá Knattspyrnudeild U.M.F.T. vegna utanlandsferða.
4. Bréf frá Ingimari Pálssyni.
5. Bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna vegna snjótroðara.
6. Bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna - kynning á samstarfi.
7. Trúnaðarmál.
8. Bréf frá Íþróttafélaginu Smára.

Æskulýðsmál:
9.   Bréf frá Unglingasveit Björgunarsveitar.
10. Bréf frá Skátafélaginu Eilífsbúum.
11. Bréf frá Skátafélaginu vegna flugeldasölu.
Menningarmál:
12. Bréf frá Leikfélagi Sauðárkróks.
13. Bréf frá Jóni Gissurarsyni vegna Arnarstapa.
14. Bréf frá Viðari Hreinssyni.
15. Erindi frá Hilmari Sverrissyni og Birni Björnssyni.
16. Erindi vegna Listahátíðar Íslands.
17. Erindi vegna 1000 ára afmælis Kristintöku
18. Bréf frá Kór Fjölbrautarskóla Nv. vegna utanlandsferðar.
19. Tillaga frá Jóni Garðarssyni og Helga Thorarensen.
20. Tillaga um reglur vegna menningarsjóðs.

AFGREIÐSLUR:

Íþróttamál:

1. Lagt fram bréf frá aðalstjórn U.M.F.T. þar sem sótt er um styrk vegna starfsemi félagsins fyrir árið 1999. Sótt er um upphæð kr. 10.000.000.-  Erindinu frestað.

2. Lagt fram bréf frá Knattspyrnudeild U.M.F.T., þar sem óskað er eftir að hafa umsjón með íþróttavellinum á Sauðárkróki. Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að samkomulag verði gert við aðalstjórn U.M.F.T.varðandi reksturinn.

3. Lagt fram bréf frá Knattspyrnudeild U.M.F.T.þar sem óskað er eftir styrk vegna keppnisferðar til norðurlanda. Um er að ræða hóp stúlkna á aldrinum 14 til 15 ára.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 250.000.-
Ásdís Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðsluna.

4. Lagt fram bréf frá Ingimari Pálssyni þar sem óskað er eftir framlagi til reksturs reiðskóla fyrir börn og unglinga.
Nefndin frestar að taka afstöðu en óskar eftir fundi með Ingimari Pálssyni og formönnum Hestamannafélaganna í Skagafirði.

5. Lagt fram bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður kaupi hlut í snjótroðara félagsins að upphæð kr. 2.300.000.-
Trausti Sveinsson mætti á fundinn og skýrði áform Skíðafélagsins.
Nefndin óskar eftir umsögn atvinnu og ferðamálanefndar varðandi áform Skíðafélagsins.

6. Lagt fram bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna til kynningar á hugsanlegu samstarfi Skíðafélagsins og U.M.F.T. um uppbyggingu skíðaíþróttarinnar í Skagafirði.

7.  Fært í trúnaðarbók.

8. Borist hefur bréf frá Ungmenna og íþróttafélaginu Smára þar sem óskað er eftir viðræðum um skipulag og framkvæmdir við íþróttasvæði í Varmahlíð.
Fundurinn hefur þegar verið haldinn en þar mættu Helgi Thorarensen og Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Þeir skýrðu frá viðræðum. Kostnaðaráætlun er í vinnslu.

Æskulýðsmál:

9.  Borist hefur erindi frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs unglingadeildar. Nefndin samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.-

10. Borist hefur erindi frá Skátafélaginu Eílifsbúum þar sem óskað er eftir styrk vegna  starfsársins 1999. Nefndin samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 350.000.-

11.  Nefndin samþykkir að taka þátt í útlögðum kostnaði vegna flugeldasýningar um áramótin 2000.  Nefndin óskar eftir kostnaðaráætlun frá framkvæmdaraðilum.

Afgreiðslu menningarmála frestað til næsta fundar sem haldinn verður miðvikudaginn 21. apríl kl. 16:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið.