Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

8. fundur 12. október 1998 Í Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks

Menningar - íþrótta og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman í fundarsal Stjórnsýsluhúss Sauðárkróks þann 12.10.1998.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Gísli Eymarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir auk Páls Kolbeinssonar ritara.

Dagskrá:

 1. Tilnefningar í hússtjórn félagsheimila.
 2. Bréf frá Íþróttafélaginu Smára.
 3. Önnur mál.
 4. Kynnisferð um Sauðárkrók.

Afgreiðslur:

 1. Nefndin samþykkir að tilnefna Helgu Þórðardóttur og Hjálmar Guðmundsson í stjórn Árgarðs.  Samkvæmt lögum félagsheimilisins á skólanefnd að skipa 1 fulltrúa í stjórnina.
 2. Borist hefur bréf frá íþróttafélaginu Smára vegna fjárstyrks fyrir starfsárið 1998. Félagið tekur fram í bréfi sínu að það hefur ekki fengið styrk á þessu ári.
  Nefndin samþykkir að veita félaginu kr. 400.000.- í styrk en leggur áherslu á að félagið leiti einnig til Akrahrepps þar sem félagssvæðið nær þangað.
  Nefndin vill taka fram að þessi styrkveiting sé ekki stefnumótandi og bendir á að viðræður séu í gangi við U.M.S.S. um framtíðarskipulag  íþróttamála.
 3. Rætt var um afgreiðslu sveitarstjórnar á tillögu um Framkvæmdanefnd um árið 2000. Formaður leggur til að hún útbúi greinagerð og sendi til nefndarmanna fyrir næsta fund.
  Tillagan var samþykkt.
 4. Farið var í stuttar heimsóknir í íþróttahús og sundlaug á Sauðárkróki.

Starfsmaður rakti byggingasögu og kynnti starfsemina í mannvirkjunum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.