Landbúnaðarnefnd

151. fundur 09. júní 2010 kl. 13:30 í húsi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Ingibjörg H Hafstað varaform.
  • Sigríður Björnsdóttir aðalm.
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Dagskrá

1.Málefni búfjáreftirlits

1004083

Einar fór yfir það sem gerst hefur varaðandi þennan dagskrárlið, vísast um þau mál í trúnaðarbók.

2.Skýrsla um veiðar á ref og mink 2009

1006001

Einar greindi frá fundi með veiðimönnum í Varmahlíð 26. maí sl. en Ingibjörg og Sigríður gátu ekki mætt á þann fund. Nokkur umræða fór fram um veiðimálin. Einar dreifði uppgjöri á veiðum fyrir 2009 og áætlun fyrir 2010, sem var samþykkt af landbúnaðarnefnd, sem telur að þetta kerfi í veiðum sé sanngjarnt og hefur reynst vel.

3.Fjárhagsáætlun 2010 landbúnaðarnefnd

0911098

Farið var yfir fjárhagsáætlun til fjallskilasjóða 2010. Samtals úr sveitarsjóði 2.850.000 kr.

Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

4.Dreifibréf til landeigenda í Skagafirði - girðingamál

1007009

Einar lagði fram drög að dreifibréfi til landeigenda í Skagafirði er varðaði girðingamál. Farið yfir drögin og gerðar nokkrar lagfæringar.

5.Skýrsla um girðingaúttekt 2009

1007010

Lögð fram skýrsla um girðingaúttekt 2009. Þar kemur fram að úttekt var gerð á 159 jörðum og greitt af Vegagerð 5.744.047 kr.

6.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd í Hóla- og Viðvíkurhreppum.

1006173

Einar upplýsti að Gunnar Guðmundsson óski eftir lausn úr fjallskilastjórn og Birgir Haraldsson óskar eftir að láta af umsjón með eignum sveitarfélgsins á Fjalli.

Báðum þessum heiðursmönnum þökkuð góð störf.

Fundi slitið.