Landbúnaðarnefnd

138. fundur 19. ágúst 2008 kl. 10:00 í húsi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Ingibjörg H Hafstað varaformaður
  • Sigríður Björnsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson
Dagskrá

1.Málefni Hofsafréttar - lausaganga hrossa

0808040

Málefni Hofsafréttar. Rætt var um framgang mála vegna lausagöngu hrossa á Hofsafrétt. Sveitarstjórn samþykkti bann við lausagöngu hrossa á Hofsafrétt, sem farið var fram á af Fjallskilanefnd Hofsafréttar og Landbúnaðarnefndar Skagafjarðar þ. 30. jan. 2007 og samþykkt áður í báðum nefndum. Bannið var auglýst eftir ákvörðun sveitarstjórnar í 42. tbl. Lögbirtingablaðsins 2007. Þessi samþykkt hefur nú verið brotin. Einar gerði grein fyrir stöðu mála og ákveðið að fá fulltrúa Landgræðslunnar á næsta fund.

2.Þverárfjallsvegur - lausaganga búfjár

0808041

Þverárfjallsvegur, lausaganga búfjár. Einar gerði grein fyrir fundi með vegagerðarmönnum á Sauðárkróki. Eftirfarandi var samþykkt og ákveðið að senda til Vegagerðarinnar: ?Á fundi Landbúnaðarnefndar Sveitarfél. Skagafjarðar þ. 19. ágúst ?08 var fjallað um kvartanir og slys sem orðið hafa vegna búfjár á Þverárfjallsvegi, en fjöldi kvartana hefur aukist mjög með aukinni umferð um veginn. Öllum er ljós sá vandi sem er vegna lausagöngu búfjár á Þverárfjallsvegi, bæði meðan sauðfé og hross eru á afrétti og einnig á tímum utan þess, en hluti landsins með veginum eru heimalönd, sem búfjáreigendur eru að nýta utan afréttartíma. Landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að girt verði sem allra fyrst með veginum alla leið. Hafa verður samráð við alla aðila á vegsvæðinu og lýsir Landbúnaðarnefnd sig fúsa til samstarfs.? Ofangreind samþykkt send til Magnúsar Vals Jóhannssonar svæðisstjóra, Borgarnesi.

3.Land í eigu sveitarfélagsins

0808051

Rætt var um land í eigu sveitarfélagsins. Samþ. var að fá Skarðsárnefnd á fund.

Fundi slitið.