Landbúnaðarnefnd

5. fundur 17. nóvember 2022 kl. 09:30 - 11:04 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Sigrún Eva Helgadóttir varaform.
  • Jón Sigurjónsson aðalm.
  • Hrólfur Þeyr Hlínarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var samhljóða í upphafi fundar að taka mál númer 2206176 á dagskrá með afbrigðum.

1.Fjárhagsáætlun 2023 - málefni landbúnaðarnefndar

2210099

Lögð fram fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála í málaflokki 13, atvinnumál. Gert er ráð fyrir mikilli aukningu á framlögum til viðhalds girðinga. Aðrir liðir breytast eftir forsendum rammaáætlunar. Gert er ráð fyrir að fjárframlög til landbúnaðarmála verði 27.105 þús.kr. á árinu 2023. Einnig var farið yfir áætluð framlög vegna minka- og refaeyðingar á árinu 2023. Málaflokkurinn tilheyrir umhverfis- og samgöngunefnd en landbúnaðarnefndin hefur haft umsjón með verkefninu. Áætlun vegna minka- og refaeyðingar hljóðar upp á 8.285 þús.kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til síðari umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

2.Samþykkt um búfjárhald

2210256

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Drögin rædd og samþykkt að taka þau fyrir á næsta fundi landbúnaðarnefndar.

3.Athugasemd um verðskrá landleigu

2211133

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins varðandi óánægju leigutaka beitar- og ræktunarlanda í og við Hofsós með gjaldskrá leigunnar.
Landbúnaðarnefnd vísar til þess að landleiga er ákveðin af byggðarráði sveitarfélagsins á hverju ári og staðfest af sveitarstjórn. Nefndin telur að gjaldskráin sé hófleg miðað við það verð sem er á almennum markaði í héraðinu.

4.Breyting á leigusamningi Hrauns

2211135

Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni.
Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu.

5.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hrollleifsdals

2206176

Kjör fjallskilanefndar Hrolleifsdals, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Svohljóðandi tillaga lögð fram:
Gestur Stefánsson, Arnarstöðum, fjallskilastjóri. Óskar Hjaltason, Glæsibæ og Sigurlaug Eymundsdóttir, Tjörnum, sem aðalmenn.
Til vara: Kristján B. Jónsson, Róðhóli.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

6.Afréttargirðingar í Skarðs- og Staðarhreppi

2208196

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins kynnti þær framkvæmdir við afréttargirðingar í Skarðs- og Staðarhreppi sem sveitarfélagið þarf að taka þátt í á árinu 2023.

7.Skil á refa- og minkaskýrslum

2209334

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins kynnti samantekt á unnum ref og minkum tímabilið september 2021-ágúst 2022. Samtals voru veiddir 331 refir og 203 minkar og námu greiðslur samtals 7.769.033 kr.

8.Árhólarétt viðgerðir

2107081

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við endurgerð Árhólaréttar. Kostnaðurinn nam 17,6 milljónum króna.

9.Heiðarlandsvegur lagfæringar

2210168

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins kynnti erindi sem hann hafði sent til Vegagerðarinnar varðandi þörf á skurði og ræsi vegna vegarins að Heiðarlandi í Akrahreppi og malarnámum Vegagerðarinnar. Vegurinn fór í sundur í vatnavöxtunum í sumar og hefur skemmst reglulega áður við svipuð skilyrði.

10.Kortagerð afréttarlanda

2203162

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti hugmynd sína um að sækja um styrki til þess að láta gera nákvæmt örnefnakort af Hofsafrétt, líkt og gert var yfir Eyvindarstaðaheiði.

11.Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps -ársreikningur 2021

2210261

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2021.

12.Fjallskilasjóður Austur-Fljóta, ársreikningur 2021

2211143

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 11:04.