Landbúnaðarnefnd

1. fundur 28. júní 2022 kl. 09:00 - 10:19 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Sigrún Eva Helgadóttir varaform.
  • Jón Sigurjónsson aðalm.
  • Hrólfur Þeyr Hlínarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar setti Sigfús Ingi Sigfússon fundinn og bauð fundarmenn velkomna til starfa. Síðan var gengið til dagskrár.

1.Kjör formanns, varaformanns og ritara í landbúnaðarnefnd

2206273

Sveitarstjóri bar upp eftirfarandi tillögu um kjör formanns, varaformanns og ritara landbúnaðarnefndar:
Lagt er til að Axel Kárason fulltrúi B-lista verði kjörinn formaður, Sigrún Helgadóttir fulltrúi D-lista varaformaður og Jón Sigurjónsson fulltrúi L-lista ritari. Hrólfur Þeyr Hlínarson fulltrúi Vg og óháðra situr fundina sem áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt, skv. ákvörðun sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

2.Fjallskilamál Silfrastaðaafrétt

2206060

Fulltrúar Akrahrepps funduðu með fulltrúum Hörgársveitar 20.04. 2021 um ýmis afréttarmál. Þann 25. september 2021 barst uppsögn á samningnum frá Hörgárbyggð. Ekki hafa farið fram viðræður á milli sveitarfélaganna um endurnýjun á samningi um fjallskil.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að kalla fjallskilanefndarmenn í Akrahreppi til fundar á næsta fund um málið.
Sigfús Ingi Sigfússon vék af fundi kl. 09:20.

3.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Deildardals

2206177

Kjör fjallskilanefndar Deildardals, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Lögð fram tillaga um:
Rúnar Pál D Hreinsson, Grindum, sem fjallskilastjóra. Jón Einar Kjartansson, Hlíðarenda, sem varafjallskilastjóra og Sigmund Jóhannesson, Miðhúsum,sem aðalmann.
Til vara: Gísli Gíslason, Þúfum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

4.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hofsóss og Unadals

2206179

Kjör fjallskilanefndar Unadals, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Lögð fram tillaga um:
Erling Sigurðsson, Hugljótsstöðum, sem fjallskilastjóra. Bjarna Salberg Pétursson, Mannskaðahóli og Jónas Þór Einarsson, Grund 2, sem aðalmenn.
Til vara: Friðgeir Ingi Jóhannsson, Suðurbraut 5, Hofsós.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

5.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hóla- og Viðvíkurhrepps

2206180

Landbúnaðarnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

6.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hegraness - Rípurhrepps

2206181

Kjör fjallskilanefndar Hegraness, þrír aðalmenn og tveir varamenn.
Lögð fram tillaga um:
Kjör fjallskilanefndar Hegraness, þrír aðalmenn og tveir til vara.
Tillaga kom fram um:
Elvar Örn Birgisson, Ríp, sem fjallskilastjóra, Jóhann Má Jóhannsson, Keflavík, sem varafjallskilastjóra og Þórarinn Leifsson, Keldudal sem aðalmann.
Til vara: Birgir Þórðarson, Ríp og Sigfríður Sigurjónsdóttir, Garði.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

7.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Skarðshrepps

2206182

Kjör fjallskilanefndar Skarðshrepps, þrír aðalmenn og einn til vara.
Tillaga kom fram um:
Úlfar Sveinsson, Syðri-Ingveldarstöðum, sem fjallskilastjóra, Andrés Helga Helgason, Tungu, sem varafjallskilastjóra og Höllu Guðmundsdóttur, Meyjarlandi, sem aðalmann.
Til vara: Ásta Einarsdóttir, Veðramóti.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

8.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Skefilsstaðahrepps

2206183

Kjör fjallskilanefndar Skefilsstaðahrepps, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Tillaga kom fram um:
Stein Leó Rögnvaldsson, Hrauni, sem fjallskilastjóra, G. Halldóru Björnsdóttur, Ketu, sem varafjallskilastjóra og Sveinfríði Á. Jónsdóttur, Gauksstöðum sem aðalmann.
Til vara: Merete Kristiansen Rabölle, Hrauni.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

9.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Sauðárkróks

2206184

Kjör fjallskilanefndar Sauðárkróks, þrír aðalmenn og einn til vara.
Tillaga kom fram um:
Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Brennihlíð 8, sem fjallskilastjóra, Þorbjörgu Ágústsdóttur, Grundarstíg 2, sem varafjallskilastjóra og Stefán Jón Skarphéðinsson, Grundarstíg 30, sem aðalmann.
Til vara: Stefán Öxndal Reynisson, Grundarstíg 2.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

10.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Staðarhrepps

2206185

Kjör fjallskilanefndar Staðarhrepps, þrír aðalmenn og tveir til vara.
Tillaga kom fram um:
Jónínu Stefánsdóttur, Stóru-Gröf ytri, sem fjallskilastjóra, Lindu Jónsdóttur, Árgerði, sem varafjallskilastjóra og Þröst Erlingsson, Birkihlíð, sem aðalmann.
Varamenn: Stefán Friðriksson, Glæsibæ og Hrefnu Hafsteinsdóttur, Hóli.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

11.Kjör í fjallskilanefnd Seyluhrepps úthluta

2206186

Kjör fjallskilanefndar Seyluhrepps - úthluta, þrír aðalmenn og einn til vara.
Tillaga kom fram um:
Bjarna Bragason, Halldórsstöðum, sem fjallskilastjóra, Einar Kári Magnússon, Garðhúsum, sem varafjallskilastjóra og Ólaf Atla Sindrason, Grófargili, sem aðalmann.
Til vara: Ingimar Ingimarsson, Ytra-Skörðugili.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

12.Kjör fulltrúa í stjórn Staðarafréttar

2206187

Kjör fulltrúa í stjórn Staðarafréttar, fimm aðalmenn.
Tillaga kom fram um:
Jónínu Stefánsdóttur, Stóru-Gröf ytri, Bjarna Bragason, Halldórsstöðum, Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Brennihlíð 8, Úlfar Sveinsson, Syðri-Ingveldarstöðum og Elvar Örn Birgisson, Ríp.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

13.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hofsafréttar

2206188

Kjör fjallskilanefndar Hofsafréttar, þrír aðalmenn og tveir til vara.
Tillaga kom fram um:
Gísla H. Jóhannsson, Bjarnastaðarhlíð, sem fjallskilastjóra, Steindór Búa Sigurbergsson, Bústöðum I, sem varafjallskilastjóra og Borgþór Braga Borgarsson, Hofsvöllum sem aðalmann.
Varamenn: Arnþór Traustason, Litlu-Hlíð og Berta Finnbogadóttir, Þorsteinsstöðum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

14.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd framhluta Skagafjarðar

2206189

Kjör fjallskilanefndar framhluta Skagafjarðar, þrír aðalmenn og tveir til vara.
Tillaga kom fram um:
Björn Ólafsson, Krithóli, sem fjallskilastjóra, Aron Pétursson, Víðidal, sem varafjallskilastjóra og Þórunni Eyjólfsdóttur, Starrastöðum, sem aðalmann.
Varamenn: Björn Grétar Friðriksson, Ytra-Vallholti, Sverrir Þór Þórarinsson, Gilhaga.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

15.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd austur Fljóta

2206190

Kjör fjallskilanefndar Austur-Fljóta, þrír aðalmenn og einn til vara.
Tillaga kom fram um:
Jóhannes Ríkharðsson, Brúnastöðum, sem fjallskilastjóra, Jón Elvar Númason, Þrasastöðum, sem varafjallskilastjóra og Ólaf Jónsson, Helgustöðum, sem aðalmann.
Til vara: Halldór Gunnar Hálfdánarson, Molastöðum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

16.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd vestur Fljóta

2206191

Kjör fjallskilanefndar Vestur-Fljóta, þrír aðalmenn og einn til vara.
Tillaga kom fram um:
Kristófer Orri Hlynsson, Syðsta-Mó, sem fjallskilastjóra, Egil Þórarinsson, Minni-Reykjum, sem varafjallskilastjóra, og Ólaf Marteinsson, Hvanneyrarbraut 36 Siglufirði, sem aðalmann.
Til vara : Arnþrúður Heimisdóttir, Langhúsum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

17.Kjör fulltrúa í Skarðsárnefnd

2206192

Skarðsárnefnd, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Tillaga kom fram um:
Aðalmenn: Sigurgeir Þorsteinsson, Varmalandi, formaður, Linda Jónsdóttir, Árgerði, varaformaður og Valdimar Ó. Sigmarsson, Sólheimum, aðalmaður.
Varamaður: Skapti Steinbjörnsson, Hafsteinsstöðum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

18.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Akrahrepps

2206301

Kjör fjallskilanefndar Akrahrepps, þrír aðalmenn og tveir varamenn.
Lögð fram tillaga um:
Stefán Ingi Gestsson, Höskuldsstöðum, sem fjallskilastjóra. Agnar H. Gunnarsson, Miklabæ, sem varafjallskilastjóra og Þorkel Gíslason, Víðivöllum, sem aðalmann.
Til vara: Eiríkur Skarphéðinsson, Djúpadal og Helgi Fannar Gestsson, Höskuldsstöðum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

19.Umsókn um búfjárleyfi

2205095

Lögð fram ódagsett umsókn móttekin 10. maí 2022, um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli frá Gunnari Jóni Eysteinssyni. Æskir hann leyfis til að halda 20 hross á Hofsósi við Sunnuhvol.
Landbúnaðarnefnd að fenginni umsögn Matvælastofnunar getur ekki orðið við þeim fjölda sem sótt er um og samþykkir að gefa búfjárleyfi fyrir allt að 10 hrossum innan þéttbýlismarka Hofsóss.

20.Girðing sunnan Sveinstúns

2204191

Lagt fram til kynningar erindi frá Reyni Ásberg Jómundssyni þann 3. maí 2022, varðandi 300 mtr. langrar girðingar á milli Áshildarholts og bæjarlandsins. Reyni var lagt til girðingarefni gegn vinnu við framkvæmdina.

21.Verktakasamningur um refaveiði

2205100

Lagður fram til kynningar verktakasamningur um veiðar á ref og/eða mink milli sveitarfélagsins og Fannars K. Birgissonar.

22.Fjallskilasjóður Hofsafréttar ársreikn 2021

2205107

Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2021.

23.Ársreikningur 2021 Fjallskilasj. Staðarhrepps og Staðarafréttar

2205049

Lagðir fram til kynningar ársreikningar fjallskilasjóðs Staðarhrepps og Staðarafréttar fyrir árið 2021.

24.Ársreikningur 2021, Fjallskilasjóður Hóla- og Viðvíkurhrepps

2204166

Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps fyrir árið 2021.

25.Ársreikningur 2021 Fjallsk.sjóður Skarðsdeildar

2206024

Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Skarðshrepps fyrir árið 2021.

26.Ársreikningur 2021 - Fjallskilasjóður Hofsóss og Unadals

2206251

Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 10:19.