Landbúnaðarnefnd

131. fundur 21. janúar 2008 kl. 12:00 í húsi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Ingibjörg H Hafstað varaformaður
  • Sigríður Björnsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson starfsmaður Landbúnaðarnefndar.
Dagskrá

1.Þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni - endurmat á þörf

0801103

Umsögn um þriggja fasa rafmagnsvæðingu í Skag. Samkv. lið 5 í fundargerð Landb.nefndar dags. 5. des. sl. var samþ. að afla upplýsinga um svæði og býli í Skagafirði sem eru án þriggja fasa rafmagns. Einar lagði fram upplýsingar frá Rarik um býli í Skagafirði sem tengingu hafa frá Rarik. Ljóst er að fjöldi býla er með 1 fasa rafmagn, m.a. öll býli á Skaga. Einar lagði fram drög að svari við bréfi Iðnaðarráðuneytis, dags. 20. nóv. 2007, sem nefndin samþykkti. Gengið verður síðan frá svarbréfinu í samráði við sveitarstjórn.

2.Hólavellir, Fljótum - Bréf frá Byggðarráði vegna jarðarkaupa

0801044

Lagt fram bréf dags. 03.12.07 frá Rúnari Númasyni, þar sem hann óskar eftir að fá keypta jörðina Hólavelli í Austur Fljótum. Landbúnaðarnefnd samþ. eftirfarandi: ?Landbúnaðarnefnd vill benda á að gildi jarðarinnar sem sameiginlegt beitiland eða afréttur er ekki mikið. Hinsvegar er á jörðinni heitt vatn og því telur Landbúnaðarnefnd að sveitarfélagið eigi jörðina áfram. Hægt er að gera leigusamning um landið til beitar eða heyskapar, sé áhugi fyrir því.? Byggðarráð vísaði þessu bréfi til nefndarinnar til umsagnar.

3.Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu Upprekstrarmál á Hofsafrétt ? ný reglugerð.

0804088

Upprekstrarmál á Hofsafrétt ? ný reglugerð. Einar lagði fram nýja reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárrækt. Í framhaldi af því var rætt um stöðu mála á Hofsafrétt.

4.Þjóðlendukröfur - bréf frá Óbyggðanefnd

0801016

Lögð fram bréf frá Fjármálaráðuneyti til Óbyggðanefndar þar sem þess er farið á leit að mörkum svæðis 7 sé breytt, auk þess beðið um viðbótarfrest til að lýsa kröfum á sama svæði til 28. febr. 2008. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Óbyggðanefndar þar sem samþykkt er að verða við framangreindri beiðni.

5.Ársreikningur Upprekstrarfél. Eyvindarstaðaheiðar 2006

0804087

Lagður fram reikningur Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar fyrir árið 2006, undirritaður af Erlu Hafsteinsdóttur, Gili.

Fundi slitið.