Landbúnaðarnefnd

211. fundur 15. júní 2020 kl. 11:30 - 13:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2006123 á dagskrá með afbrigðum.

1.Seyludeild, framhluti og Lýtingsstaðadeild, breyting 2020

2006123

Lögð fram tillaga um að Björn Ólafsson, Krithóli taki við af Gunnari Valgarðssyni, Tunguhlíð, sem fjallskilastjóri. Gunnar verður áfram í fjallskilastjórn.
Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Lausaganga búfjár í sveitarfélaginu

2006109

Rætt um lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu.
Jón Sigurjónsson kom til fundar kl. 12:00.

3.Refa- og minkaveiðar 2020

2002193

Undir þessum dagskrárlið komu ráðnir refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiða ársins.

Fundi slitið - kl. 13:20.