Landbúnaðarnefnd

203. fundur 25. febrúar 2019 kl. 14:00 - 15:11 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Tilkynning um klassíska riðu

1901242

Til stóð að Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir Norðurlands vestra kæmi á fundinn til viðræðu en hann boðaði forföll.
Umræðum frestað til næsta fundar.

2.Stofnun veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði

1901165

Lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2019 frá Sigursteini Bjarnasyni, f.h. Sjálfseignarstofnunarinnar Eyvindarstaðaheiði, varðandi stofnun veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði. Um er að ræða Aðalsmannsvatn (Bugavatn), Blönduvatn og Þúfnavatn. Eignarhlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 12/17. Sigursteinn kom á fundinn til viðræðu um málið og vék síðan af fundi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að skipa Arnór Gunnarsson og Björn Friðriksson í nefnd til undirbúnings stofnunar veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði og Jón Sigurjónsson til vara.

3.Fyrirspurn varðandi land

1901154

Erindinu vísað frá 853. fundi byggðarráðs þann 16. janúar 2019.
Óskar byggðarráð umsagnar um erindið sem er dagsett 12. janúar 2019 frá Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink. Þau óska eftir upplýsingum um jörðina Hólavelli í Fljótum, landnúmer 146817, hvort hún sé föl til kaups eða leigu.

Landbúnaðarnefnd ályktar að sveitarstjóra verði falið að selja jörðina Hólavelli í Fljótum ásamt lax- og silungsveiðihlunnindum jarðarinnar og námaréttindum til heimilisnota sem og eftir atvikum jarðhitaréttindum, sbr. síðar. Áður en til sölu kemur skal hið selda afmarkað með sem gleggstum hætti; landfræðileg mörk, réttindi og kvaðir, þ.m.t. gagnvart öðrum jörðum og fjallskilum.
Þau verðmæti sem selja skal verði verðmetin, s.s. lax- og silungsveiðihlunnindi, jarðhitaréttindi og heitavatnsholur að þvi marki sem þessi verðmæti fylgja með í sölunni.
Áður en til sölu kæmi liggi fyrir afstaða veitunefndar til þess hvort hún kjósi að heitavatnsholur og heitavatnsréttindi verði tekin undan við söluna að öllu leyti eða að hluta.
Gert verði ráð fyrir því að jörðin verði seld hæstbjóðanda skv. skilyrðum um eftirgreint sem kunngerð verði í auglýsingu:
a)
Að kaupandi reisi heilsárshús á lóðinni innan 2ja ára (miðað við fokheldi).
b)
Að kaupandi lýsi því yfir að hann hyggi á fasta búsetu á jörðinni.
c)
Að kaupandi sæti þeirri kvöð að jarðhitaréttindi verði einungis nýtt til heimilisnota á jörðinni sjálfri svo sem nánar verði útfært í samráði við veitunefnd áður en jörðin verður auglýst til sölu.
d)
Að sveitarfélagið eigi forkaupsrétt að eigninni við sölu og skuli þá gilda um lax- og silungsveiðihlunnindi og jarðhitaréttindi það verðmat sem gilti við sölu þessa, verðbætt með vísitölu neysluverðs. Að öðru leyti skuli miða við kaupverð bindandi tilboðs eða matsverð eigna, séu þær lægra metnar af dómkvöddum matsmanni en heimilt skal að skjóta mati skv. þessum málslið til dómstóla.
e)
Að sveitarfélaginu sé heimilt að leysa til sín seld jarðhitaréttindi á upphaflegu matsverði skv. 2. mgr. hafi búseta skv. b-lið ekki hafist innan 2ja ára.
Sveitarfélagið, að viðhöfðu samráði við viðeigandi ráðuneyti, gæti þess áður en eignin er boðin til sölu að ríkissjóður muni ekki neyta forkaupsréttar að jarðhita og að fyrirhuguð ráðstöfun jarðhitaréttinda séu sveitarfélaginu að fullu heimil.
Sveitarfélagið skal áskilja sér rétt til þess að taka hvaða boði sem er eða hafna öllum.

Jafnframt samþykkir landbúnaðarnefnd að afnotum jarðarinnar verði sagt upp ef af sölu verður.

4.Ársreikningur 2017 - Fjallskilasjóður Austur-Fljóta

1902080

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2017.

Fundi slitið - kl. 15:11.