Landbúnaðarnefnd

202. fundur 27. nóvember 2018 kl. 15:30 - 17:17 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Tilkynning um riðusmit

1809147

Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir kom á fundinn til viðræðu um riðumál.
Landbúnaðarnefnd fagnar því að MAST er farið að leggja drög að því að kortleggja gamlar riðugrafir og þekkt riðusvæði með það að markmiði að greina áhættu riðusmits.

2.Heyútflutningur úr Skagafirði

1811186

Ingólfur Helgason komst ekki á fundinn til viðræðu um útflutning á heyi og málinu frestað.

3.Bændur græða landið styrkbeiðni 2018

1811048

Lagt fram bréf dagsett 7. nóvember 2018 frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" vegna ársins 2018.
Landbúnaðarnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því að styrkja verkefnið.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - málaflokkur 11 og 13 - Landbúnaðarnefnd

1809234

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2019 fyrir málaflokk 11700 Minka- og refaeyðing og málaflokk 13 - landbúnaðarmál.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2019 og vísar þeim til byggðarráðs.

5.Framlög til fjallskilasjóða árið 2019

1811180

Lögð fram drög að framlögum til fjallskilasjóða á árinu 2019.
Landbúnaðarnefnd samþykkir áorðnar breytingar á framlögum til fjallskilasjóða á árinu 2019. Samtals er úthlutað nú 3,2 mkr. til almennra framlaga og 500 þús.kr. vegna nýframkvæmda. Framlag vegna nýframkvæmda verður ekki greitt út fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir vegna framkvæmdarinnar. Önnur framlög verða greidd þegar ársreikningi 2018 hefur verið skilað til sveitarfélagsins.

6.Ársreikningur 2017 Fjallsk.sjóður Seyluhr. úthluta

1811119

Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir fjallskilasjóð Seyluhrepps - úthluta.

7.Ársreikningur 2017 Fjallsk.sjóður Hofsóss og Unadals

1811120

Lagður fram til kynningar ársreikningur 2017 fyrir fjallskilasjóð Hofsóss og Unadals.

Fundi slitið - kl. 17:17.