Landbúnaðarnefnd

200. fundur 09. júlí 2018 kl. 15:00 - 16:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að bæta við dagskrárliðum 20,21 og 22 á dagskrá.

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara - Landbúnaðarnefnd

1807055

Borin var upp tillaga um Jóhannes Ríkharðsson sem formann landbúnaðarnefndar, Jóel Þór Árnason sem varaformann og Valdimar Ó. Sigmarsson sem ritara.
Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna.

Jóhannes Ríkharðsson tók við fundarstjórn.

2.Veggirðingar, ástand, ábyrgð og viðhald.

1807058

Landbúnaðarnefnd hyggst ráðast í greiningu og kortlagningu á þeim svæðum innan sveitarfélagsins þar sem veggirðingum og viðhaldi þeirra er ábótavant og lausaganga búfjár er vandamál. Jafnframt samþykkir nefndin að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar, lögreglu og Landgræðslu til að fjalla um málið.

3.Námskeið í notkun flygilda við smalamennsku

1807056

Landbúnaðarnefnd samþykkir að standa fyrir námskeiði í notkun flygilda fyrir fjallskilanefndir. Stefnt er að þátttöku fulltrúa frá hverri fjallskilanefnd innan sveitarfélagsins og að námskeiðið verði haldið eigi síðar en 20. ágúst nk.

4.Kerfill

1807057

Landbúnaðarnefnd beinir því til umhverfis- og samgöngunefndar að gera úttekt á umfangi kerfils í Sveitarfélaginu Skagafirði og hvernig unnt sé að stemma stigu við og uppræta þessa ágengu tegund. Landbúnaðarnefnd lýsir sig fúsa til samstarfs við verkefnið.

5.Fyrirspurn um upprekstur hrossa á Hofsafrétt

1806255

Tekin fyrir fyrirspurn frá Stefaníu Fjólu Finnbogadóttur og Guðmundi Magnússyni um upprekstur hrossa á Hofsafrétt.

Landbúnaðarnefnd bendir á að samkvæmt samþykkt landbúnaðarnefndar frá 30. janúar 2007 og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 8. febrúar 2007 er allur upprekstur hrossa og lausaganga þeirra um afréttinn bönnuð, þar með úr ógirtum heimalöndum sem liggja að afrétt. Landgræðsla ríkisins fer með eftirlitsskyldu með framkvæmd landbótaáætlunar í Hofsafrétt samkvæmt landbóta- og landnýtingaráætlun 2016-2025 fyrir Hofsafrétt í Skagafirði.

6.Kjör fulltrúa í fjallskiladeild Hrollleifsdals

1807072

Kjör fjallskilanefndar Hrollleifsdals, þrír aðalmenn og einn til vara.
Lögð fram tillaga um:
Gest Stefánsson, Arnarstöðum I, sem fjallskilastjóra. Óskar Hjaltason, Glæsibæ, sem varafjallskilastjóra og Sigurlaugu K Eymundsdóttir, Tjörnum, sem aðalmann.

Til vara: Eggert Jóhannsson,Felli.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

7.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Deildarsdals

1807071

Kjör fjallskilanefndar Deildardals, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Lögð fram tillaga um:
Loft Guðmundsson, Melstað 2, sem fjallskilastjóra. Jón Einar Kjartansson,Hlíðarenda, sem varafjallskilastjóra og Rúnar Pál D Hreinsson, Grindum,sem aðalmann.
Til vara: Gísli Gíslason, Þúfum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

8.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hofsóss - Unadals

1807070

Kjör fjallskilanefndar Unadals, þrír aðalmenn og tveir varamenn.
Lögð fram tillaga um:
Erling Sigurðsson, Hugljótsstöðum, sem fjallskilastjóra. Bjarna Salberg Pétursson, Mannskaðahóli, sem aðalmann og Jónas Þór Einarsson, Grund 2, sem aðalmann.
Til vara: Friðgeir Ingi Jóhannsson, Suðurbraut 5, Hofsós og Arnór Gunnarsson Laugavegi 3, Varmahlíð.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

9.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd í Hóla- og Viðvíkurhrepps

1807069

Kjör fjallskilanefndar Hóla- og Viðvíkurhrepps, þrír aðalmenn og tveir varamenn.
Lögð fram tillaga um:
Atla Má Traustason, Syðri-Hofdölum, sem fjallskilastjóra, Víði Sigurðsson, Kjarvalsstöðum, sem varafjallskilastjóra og Sigurð Sigurðsson, Sleitustöðum I, sem aðalmann.
Til vara: Jóhann Haraldsson, Ásgeirsbrekku og Sólberg Loga Sigurbergsson, Víðnesi 1.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

10.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hegraness, Rípurhrepps

1807068

Kjör fjallskilanefndar Hegraness, þrír aðalmenn og tveir til vara.
Tillaga kom fram um:
Lilju Björg Ólafsdóttur, Kárastöðum, sem fjallskilastjóra, Jóhann Má Jóhannsson, Keflavík, sem varafjallskilastjóra og Birgir Þórðarson, Ríp, sem aðalmann.
Til vara: Þórarinn Leifsson, Keldudal og Stefaníu Birnu Jónsdóttir, Beingarði.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

11.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Skarðshrepps

1807067

Kjör fjallskilanefndar Skarðshrepps, þrír aðalmenn og tveir til vara.
Tillaga kom fram um:
Úlfar Sveinsson, Syðri-Ingveldarstöðum, sem fjallskilastjóra, Andrés Helga Helgason, Tungu, sem varafjallskilastjóra og Andrés Viðar Ágústsson, Bergstöðum, sem aðalmann.
Til vara: Ásta Einarsdóttir, Veðramóti og Halla Guðmundsdóttir, Meyjarlandi.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

12.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Skefilstaðahrepps

1807066

Kjör fjallskilanefndar Skefilsstaðahrepps, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Tillaga kom fram um:
Stein Leó Rögnvaldsson, Hrauni, sem fjallskilastjóra, G. Halldóru Björnsdóttur, Ketu, sem varafjallskilastjóra og Sveinfríði Á. Jónsdóttur, Gauksstöðum sem aðalmann.
Til vara: Merete Kristiansen Rabölle, Hrauni.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

13.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Sauðárkróks

1807065

Kjör fjallskilanefndar Sauðárkróks, þrír aðalmenn og einn til vara.
Tillaga kom fram um:
Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Brennihlíð 8, sem fjallskilastjóra, Þorbjörgu Ágústsdóttur, Grundarstíg 2, sem varafjallskilastjóra og Stefán Jón Skarphéðinsson, Grundarstíg 30, sem aðalmann.
Til vara: Stefán Öxndal Reynisson, Grundarstíg 2.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

14.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Staðarhrepps

1807064

Kjör fjallskilanefndar Staðarhrepps, þrír aðalmenn og tveir til vara.
Tillaga kom fram um:
Jónínu Stefánsdóttur, Stóru-Gröf ytri, sem fjallskilastjóra, Lindu Jónsdóttur, Árgerði, sem varafjallskilastjóra og Þröst Erlingsson, Birkihlíð, sem aðalmann.
Varamenn: Friðrik Stefánsson, Glæsibæ og Skapti Steinbjörnsson, Hafsteinsstöðum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

15.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Seyluhrepps-úthluta

1807063

Kjör fjallskilanefndar Seyluhrepps - úthluta, þrír aðalmenn og einn til vara.
Tillaga kom fram um:
Bjarna Bragason, Halldórsstöðum, sem fjallskilastjóra, Elvar Einarsson, Syðra-Skörðugili, sem varafjallskilastjóra og Þuríði Þorbergsdóttur, Glaumbæ 1, sem aðalmann.
Til vara: Ólafur Atli Sindrason, Grófargili.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

16.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Vestur-Fljóta

1807060

Kjör fjallskilanefndar Vestur-Fljóta, þrír aðalmenn og einn til vara.
Tillaga kom fram um:
Örn Albert Þórarinsson, Ökrum, sem fjallskilastjóra, Egil Þórarinsson, Minni-Reykjum, sem varafjallskilastjóra, og Rúnar Marteinsson, Suðurgötu 36 Siglufirði, sem aðalmann.
Til vara : Arnþrúður Heimisdóttir, Langhúsum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörnir.

17.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Austur-Fljóta

1807059

Kjör fjallskilanefndar Austur-Fljóta, þrír aðalmenn og einn til vara.
Tillaga kom fram um:
Jóhannes Ríkharðsson, Brúnastöðum, sem fjallskilastjóra, Jón Elvar Númason,Þrasastöðum, sem varafjallskilastjóra og Sólrúnu Júlíusdóttur, Helgustöðum, sem aðalmaður.
Til vara: Gunnar Steingrímsson, Stóra-Holti.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

18.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd framhluta Skagafjarðar.

1807061

Kjör fjallskilanefndar framhluta Skagafjarðar, þrír aðalmenn og þrír til vara.
Tillaga kom fram um:
Gunnar Valgarðsson, Tunguhlíð, sem fjallskilastjóra, Björn Ólafsson, Krithóli, sem varafjallskilastjóra og Hlífar Hjaltason, Víðiholti, sem aðalmann.
Varamenn: Hafdís Böðvarsdóttir, Brúnastöðum, Aron Pétursson, Víðidal og Arnór Gunnarsson, Laugavegi 3.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

19.Kjör fulltrúa fjallskilanefdar Hofsafréttar

1807062

Kjör fjallskilanefndar Hofsafréttar, þrír aðalmenn og tveir til vara.
Tillaga kom fram um:
Gísla Jóhannsson, Bjarnastaðarhlíð, sem fjallskilastjóra, Steindór Búa Sigurbergsson, Bústöðum I, sem varafjallskilastjóra og Borgþór Braga Borgarsson, Hofsvöllum sem aðalmann.
Varamenn: Arnþór Traustason, Litluhlíð og Berta Finnbogadóttir, Þorsteinsstöðum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

20.Kjör fulltrúa í stjórn Staðarafréttar

1807096

Kjör fulltrúa í stjórn Staðarafréttar, fimm aðalmenn.
Tillaga kom fram um:
Jónínu Stefánsdóttur, Stóru-Gröf ytri, Bjarna Bragason, Halldórsstöðum, Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Brennihlíð 8, Úlfar Sveinsson, Syðri-Ingveldarstöðum og Lilju Björgu Ólafsdóttur, Kárastöðum.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

21.Kjör fulltrúa í búfjáreftirlitsnefnd Skagafjarðar og Siglufjarðar

1807095

Kjör fulltrúa í búfjáreftirlitsnefnd Skagafjarðar og Siglufjarðar, tveir aðalmenn og varamenn. Nefndin er skipuð fjórum fulltrúum: Tveimur frá Sveitarfélaginu Skagafirði, einum frá Siglufirði (Fjallabyggð) og einum frá Akrahreppi.
Tillaga kom fram um:
Aðalmenn: Haraldur Þór Jóhannsson og Jóhannes H. Ríkharðsson.
Varamenn: Valdimar Sigmarsson og Jóel Árnason.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

22.Kjör fulltrúa í Skarðsárnefnd

1807094

Skarðsárnefnd, tilnefnd af landbúnaðarnefnd, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Tillaga kom fram um:
Aðalmenn: Sigurgeir Þorsteinsson formaður, Linda Jónsdóttir, varaformaður og Skapti Steinbjörnsson aðalmaður.
Varamaður: Valdimar Ó. Sigmarsson.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.

23.Ársreikningur Fjallsk.sjóðs Staðarhrepps 2017

1806220

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2017.

24.Ársreikningur 2017 - Fjallskilasjóður Deildardals

1806150

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2017.

25.Ársreikningur Fjallsk.sjóðs Staðarafréttar 2017

1806219

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2017.

Fundi slitið - kl. 16:30.