Landbúnaðarnefnd

194. fundur 18. október 2017 kl. 12:00 - 13:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Sigfús Ingi Sigfússon embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon
Dagskrá

1.Kirkjuhóll (146050) í Skagafirði - stofnun lögbýlis

1709020

Lagt fram bréf dagsett 3. september 2017 frá Pétri Stefánssyni, kt. 120754-5649, f.h. sonar síns Arons Péturssonar, kt. 030392-3539, eiganda jarðarinnar Kirkjuhóls í Skagafirði, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Á jörðinni fer fram sauðfjárrækt. Fyrir liggja meðmæli ráðunauts hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

2.Umsókn um búfjárleyfi

1710081

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Arnbjörgu Lúðvíksdóttur, kr. 141061-2759, dagsett 11. október 2017. Sótt er um leyfi fyrir 10 hænur á íbúðarhúsalóð að Skógargötu 20, Sauðárkróki.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hæna en ítrekar að hanahald er ekki leyfilegt í íbúabyggð í þéttbýli í Skagafirði.

3.Áætlun vegna refaveiða 2017-2019

1706259

Undanfarin þrjú ár hefur ríkið tekið þátt í kostnaði sveitarfélaga við refaveiðar. Á fjárlögum fyrir þessi ár var gert ráð fyrir 30 milljónum á ári í verkefnið árin 2014-2016. Forsenda fjárveitingarinnar var að gerðir væru samningar við sveitarfélögin um endurgreiðslur. Gert er ráð fyrir að endurgreiðslan nemi allt að þriðjungi kostnaðar sveitarfélaga. Umhverfisstofnun hefur nú gert nýja áætlun til þriggja ára um refaveiðar fyrir árin 2017-2019. Markmiðið með áætluninni er að tryggja áfram upplýsingaöflun og samráð við helstu hagsmunaaðila. Þannig megi byggja upp enn betri grunn fyrir ákvarðanatöku um veiðar á ref. Áætlunin byggir að stærstum hluta á fyrri áætlun og er í grunninn eins en lögð verður aukin áhersla á ákveðin atriði sem fjallað er um í áætluninni.
Endurgreiðsla ríkisins á hluta kostnaðar við refaveiðar til sveitarfélaga byggir á að gerður verði samningur til þriggja ára í senn sem byggir á áætlun sveitarfélaga um að lágmarka það tjón til lengri tíma litið sem refurinn er talinn valda á landsvæði viðkomandi sveitarfélaga. Fyrir liggur áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem send var til Umhverfisstofnunar 14. ágúst sl.

4.Girðingamál

1710083

Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að ráðist verði í úrbætur á girðingum í kringum Sauðárkrók þannig að tryggt sé að sauðfé eigi ekki greiða leið inn í þéttbýlið. Sérstaklega er alvarlegt að sauðfé eigi greiða leið að lóð sláturhúss KS með tilheyrandi smithættu. Nefndin felur starfsmanni að óska eftir að fulltrúi Vegagerðarinnar mæti á næsta fund hennar til að ræða úrbætur í þessum efnum sem og varðandi girðingu í Unadal og önnur svæði sem þarf að huga að til að auka öryggi á vegsvæðum í Skagafirði.

5.Ársreikningur 2016 Fjallsk.sjóður Hofsafréttar

1710072

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2016.

6.Ársreikningur 2016 - Fjallskilasjóður Deildardals

1708002

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2016

Fundi slitið - kl. 13:30.