Landbúnaðarnefnd

41. fundur 15. júlí 1999 kl. 21:00 - 01:15 Árgarður

Landbúnaðarnefnd  Skagafjarðar

Fundur 41 – 15.07.1999

 

Ár 1999, fimmtudaginn 15. júlí kl. 2100 kom landbúnaðarnefnd saman  til fundar í Árgarði.

Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason. Smári Borgarsson mun mæta til fundar kl. 2200 . Þá var og mættur Sigurður Haraldsson starfsmaður.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Viðræður við landeigendur á Mælifellsdal, þá Ólaf Hallgrímsson, Mælifelli og Indriða Sigurjónsson, Hvíteyrum.
  3. Stjórn uppr.fél. Lýtingsstaðahrepps og framhl. Seyluhrepps mæta til fundar.
  4. Bréf er borist hefur.
  5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni Egilsson setti fund og kynnti dagskrá.


2. Bjarni bauð velkomna til fundar þá Ólaf á Mælifelli og Indriða á Hvíteyrum. Tilefni þess að þeir voru boðaðir til fundar var að ræða við þá um vegamál og efnistökur á Mælifellsdal.

Umræða er í gangi um að Vegagerð ríkisins fái að hleypa umferð yfir Blöndu­stíflu og taki þá við vegakerfi því, er Landsvirkjun hefur séð um samkv. Blöndu­samningi frá 1982. Þessi mál eru nú mjög í athugun samkv. uppl. frá Helga Bjarnasyni hjá Landsvirkjun.

Þá hefur umræða farið fram við samráðsnefnd og fulltrúa frá sveitarfélaginu um málið. Ef samningar takast mun aukast mjög umferð um Mælifellsdal. Ólafur var ekki spenntur fyrir aukinni umferð um dalinn og Indriði taldi að girða þyrfti a.m.k. öðrumegin vegar ef umferð ykist til muna.

Ólafur og Indriði voru samþykkir því að leyfa efnistöku til viðhalds á dalnum en haft verði samband við þá um efnistökustaði. Greitt verði fyrir efni samkv. vega­gerðartaxta og mati þeirra á efnisgæðum. Gengið verði frá efnistökustöðum í samráði við landeigendur.

Indriði óskaði eftir að vegi yrði breytt yst á dalnum og girðing færð. Viku þeir nú af fundi, Ólafur og Indriði, og var þeim þökkuð koman á fundinn.

Ólafur Hallgrímsson (sign)

Indriði Sigurjónsson (sign)


3. Bjarni bauð velkomna til fundar þá Sigfús Pétursson, Indriða Stefánsson og Egil Örlygsson. Tilefni þess að ofantaldir voru boðaðir til fundar var að ræða um fjallskilamál á svæði fjallskilanefndarinnar. Rætt var m.a. um tilhögun á smölun á svok. heimalandasvæðum á komandi hausti og einhugur um að ná meiri samstöðu um smölun en verið hefur. Rætt um að koma á fundi með þeim bændum, er málið varðar. Þá var rætt um smölun á Eyvindarstaðaheiði og upprekstur.

Viku nú þeir félagar af fundi.


4. Bjarni kynnti bréf:

a) Frá Landgræðslu ríkisins, dags. 28.06.99, undirr. af Sveini Runólfssyni, er bar yfirskriftina: Gróðurvernd á Eyvindarstaðaheiði.

b) Kynnt bréf frá fjallskilanefnd Rípurhrepps, er varðaði beitarálag í Kálfárdal, sem starfar af miklum hrossafjölda í dalnum. Samþ. að kalla saman stjórn Staðar­afréttar og fulltrúa Landgræðslunnar til fundar.

c) Kynnt bréf frá Guðríði Magnúsdóttur, Viðvík, er varðaði hrossaupprekstur á Kolbeinsdalsafrétt, kótaúthlutun v/Viðvíkur. Sigurði falið að svara bréfinu.


5. Önnur mál:

Rætt var um fund, sem halda á í Tjarnarbæ laugardaginn 17. júlí n.k., þar sem rætt verður um m.a. byggingu reiðhallar, átak til eflingar fagmennsku í hestaíþróttum, hestamennsku og hrossarækt.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 0115.

 

Þórarinn Leifsson                              Sigurður Haraldsson

Símon E. Traustason

Skapti Steinbjörnsson

Bjarni Egilsson

Smári Borgarsson