Landbúnaðarnefnd

35. fundur 17. mars 1999 kl. 13:00 - 17:45 Árgarður

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 35 – 17.03.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 17. mars kl. 1300 boðaði landbúnaðarnefnd Skagafjarðar til almenns fundar um afréttar og upprekstrarmál í Árgarði.

            Til fundarins voru boðaðir bændur í Skagafirði á upprekstrarsvæði Eyvindarstaðaheiðar og Hofsafréttar.  Þá boðaði landbúnaðarnefnd einnig til fundar Bjarna Maronsson starfsmann landgræðslunnar og Stefán Ólafsson lögmann á Blönduósi en hann hefur unnið að upplýsingaöflun varðandi upprekstrar og fjallskilamál fyrir landbúnaðarnefnd.  Þá voru mættir til fundar fulltr. Bólhlíðinga Erla Hafsteinsdóttir og Tryggvi Jónsson.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Bjarni Egilsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Hann skýrði í stuttu máli tilefni fundarins sem var m.a. að gefa bændum á svæðinu kost á að koma á framfæri skoðunum sínum varðandi upprekstrar og afréttarmál, og umræðu um þessi mál almennt.  Þá skýrði hann frá því að Stefán Ólafsson lögmaður hefði framsögu um afréttarmál.  Síðan bað hann Símon Traustason að taka að sér fundarstjórn og Sigurð að rita fundargjörð.

 

2. Símon tók nú við fundarstjórn og gaf Stefáni Ólafssyni lögm. orðið.  Stefán tók nú til máls, hann flutti fróðlegt erindi um afréttarmálin og fór yfir fjallskilareglugerð og þau lög sem í gildi eru um afréttar og upprekstrarmál, að erindi hans loknu hófust alm. umræður. 

Eftirtaldir tóku til máls Jón Arnljótsson, Borgar Símonarson, Bjarni Egilsson, Bjarni Maronsson, Sigfús Pétursson, Erla Hafsteinsdóttir, Smári Borgarsson, Hjálmar Guðmundsson, Björn Ófeigsson, Monika Axelsdóttir, Þórarinn Leifsson, Sigurjón Sigurbergsson, Eymundur Þórarinsson, Stefán Ólafsson, Rósmundur Ingvarsson, Tryggvi Jónsson og Hafsteinn Lúðvíksson.  Margir þeir sem til máls tóku, töluðu oftar en einu sinni og flestir beindu spurningum til Stefáns lögmanns, Bjarna Maronssonar og Bjarna form. landbúnaðarnefndar, sem þeir svöruðu eftir bestu getu.  Umræður og spurningar snerust m.a. um afréttarskrána, leigu á upprekstrarrétti, gjaldtöku á sauðfé í heimalöndum, tilhögun smölunar, hirðingu á fé í útréttum, fjallskilagjöld, hrossaupprekstur á Eyvindarstaðaheiði, girðingamál og Blöndusamning.  Umræður voru gagnlegar og líflegar á köflum. 

Bjarni Egilss. taldi að margt hefði komið fram á fundinum sem vert væri að skoða.

Símon fundarstjóri þakkaði nú mönnum fyrir komuna og málefnalegar umræður og sleit síðan fundi kl. 1745.

 

Símon Traustason                                                      Sigurður Haraldsson

Smári Borgarsson

Bjarni Egilsson

Þórarinn Leifsson

Skapti Steinbjörnsson