Landbúnaðarnefnd

27. fundur 26. janúar 1999 kl. 14:00 Stjórnsýsluhús

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 27 – 26.01.1999

 

            Ár 1999, þriðjudaginn 26. jan. kl. 14.00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.

            Mættir voru:  Bjarni Egilsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður nefndarinnar.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Þórarinn Sólmundarson mætir á fundinn.
  3. Kynnt bréf.
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni Egilsson setti fund og kynnti dagskrá.

2. Bjarni bauð velkominn til fundar Þórarinn Sólmundarson ráðgjafa þróunarsviðs Byggðastofnunarinnar á Sauðárkróki.  Þórarinn tók til máls og skýrði fyrir nefndarmönnum hlutverk Byggðastofnunnar sem m.a. er að stuðla að þjóðhagslegri hagkvæmni er varðar þróunar byggðar í landinu.  Máli sínu til skýringar brá Þórarinn upp fjölmörgum skýrslum og töflum er varðaði atvinnu og byggðaþróun í landinu.  Kom þar fram mikill fróðleikur um þessi mál í ýmsum atriðum.  Þá vék Þórarinn að tillögu til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001, en þar er m.a. gert ráð fyrir að landinu verði skipt í 3 atvinnuþróunarsvæði, Byggðastofnun er nú m.a. að vinna í þeim málum.  Fjölmörg atriði voru rædd og gagnlegar umræður fóru fram.  Uggvænleg þróun er á íbúatölum á Nl.vestra en þar hefur íbúum fækkað um 1.905 á árunum 1988-1998.  Vék nú Þórarinn af fundi, en Bjarni hafði þakkað honum greinargóðar og gagnlegar upplýsingar.

3. Kynnt bréf dags. 15. jan. 1999, undirritað af Snorra Birni Sigurðssyni f.h. sveitarstjórnar til Kaupfélags Skagfirðinga, er þar um að ræða svarbréf við ósk um fjárstyrk að upph. kr. 2 millj. til loðdýrafóðurverksm. sem K.S. rekur.  Í svarbréfinu kemur fram:

“Byggðarráð Skagfirðinga treystir sér ekki til að verða við beiðni Kaupfél. Skagfirðinga um niðurfellingu gjalda allt að tveimur millj., en hvetur til þess að vandi loðdýraræktenda verði ræddur í atvinnu- og ferðamálanefnd og landbúnaðarnefnd”.  Þessi ályktun staðfest á fundi sveitarstjórnar þ. 12. þ.m.  Samþ. að koma á fundi með stjórn loðdýrabænda.

4. Önnur mál.

Rædd ýmis mál, m.a. Landsmót 2002 og Landgræðslumál.  Fyrirhugaður er fundur með Landgræðslustjóra þ. 11.febr. n.k.

 

Fleira ekki gert, fundargerð uppl. og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Bjarni Egilsson                                                                      Sigurður Haraldsson

Þórarinn Leifsson

Símon E. Traustason

Skapti Steinbjörnsson

Smári Borgarsson