Landbúnaðarnefnd

21. fundur 17. nóvember 1998 kl. 13:00 - 17:45 Höfðaborg Hofsósi

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 21 - 17.11.1998

 

            Ár 1998, þriðjudaginn 17. nóv. kl. 13.00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Höfðaborg Hofsósi.

            Mættir voru Bjarni Egilsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.

Til fundarins voru boðaðar fjallskilastjórnir úr Fljótum, Deildardal, Unadal og Hrolleifsdal.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Fjallskilamál á svæðinu og þóknun fyrir störf.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni Egilsson setti fund og kynnti dagskrá, hann bauð viðstadda velkomna til fundar.

 

2. Bjarni gerði grein fyrir tilefni þess að nefndir viðkomandi fjallskilasvæða voru boðaðar til fundar, en það var að ræða um hin ýmsu mál er varðaði fjallskilin svo og greiðslur fyrir ýmis störf s.s. til fjallskilastjóra, og nefndarmanna. 

Mættir voru:

Úr Austur Fljótum:  Haukur Ástvaldsson og Jón Númason.

Vestur Fljót:  Sigurður Steingrímsson, Örn Þórarinsson og Þórarinn Guðvarðarson.  Jón  B. Sigurðson fjallsk.stj. Hrolleifsdalsafréttar.

      Einar Einarsson fjallsk.stj. Unadalsafréttar.

Kristján Jónsson fjallsk.stj. Deildardalsafréttar.

Rædd voru fjölmörg mál er varðaði fjallskilamálin, svo og greiðslur fyrir ýmis störf.  Þá varð allnokkur umræða um óskilafénað og lausagöngu búfjár, veiðiarð í afrétti, eyðijarðir og fl.  Fjallskilastjórum gerð grein fyrir nauðsyn þess að gera fjárhagsáætlun fyrir viðkomandi svæði sem bærist til sveitarstjórnar sem allra fyrst.  Þá var rætt nokkuð um afréttarskrá viðkomandi svæða en leiðréttingum á að skila fyrir lok nóv. n.k.  Umræður  allar mjög gagnlegar og fjölmörg atriði rædd.  Bjarni þakkaði þeim félögum komuna og góðar umræður og viku þeir nú af fundi.

 

3. Önnur Mál.

Sjá trúnaðarbók.

                                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.45.

 

Bjarni Egilsson                                              Sigurður Haraldsson 

Símon E. Traustason

Þórarinn Leifsson

Smári Borgarssons

Skapti Steinbjörnsson