Landbúnaðarnefnd

192. fundur 09. júní 2017 kl. 10:00 - 12:18 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Mælifellsrétt

1305263

Landbúnaðarnefnd fór í vettvangsferð til að skoða Mælifellsréttina eftir miklar endurbætur á réttinni. Landbúnaðarnefnd telur að vel hafi til tekist. Lokafrágangur er eftir og er vonast til að honum ljúki sem fyrst.

2.Fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu - endurskoðun

1310121

Drög að endurskoðaðri fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu lögð fram. Málið áður á dagskrá 191. fundi landbúnaðarnefndar þann 25. apríl 2017.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu með áorðnum breytingum.

3.Fundur með Ferðamálastofu og MAST

1705136

Lagður fram tölvupóstur dagseettur 15. maí 2017 frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi fund með MAST í Húnaveri, mánudaginn 12. júní 2017. Málefni sveitarfélaga tekin fyrir; Urðunarmál-Girðingar-Upprekstur og fjallskilamál-Gæludýr-Félagsmál.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að starfsmaður landbúnaðarnefndar sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Ársreikningur 2016 - Fjallsk.sjóður Hóla- og Viðvíkurdeilda

1704146

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurdeilda fyrir árið 2016.

5.Ársreikningur 2016 - Fjallsk.sjóður Hofsóss og Unadals

1704147

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss- og Unadals fyrir árið 2016.

6.Ársreikningur 2016 - Fjallskilasjóður Staðarhrepps

1704148

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2016.

7.Ársreikningur 2016 Fjallsk.sjóður Staðarafrétt

1704149

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2016.

8.Ársreikningur 2015 og 2016 - Fjallsk.sjóður úthluta Seyluhrepps

1704176

Lagðir fram til kynningar ársreikningar Fjallskilasjóðs úthluta Seyluhrepps fyrir árin 2015 og 2016.

Fundi slitið - kl. 12:18.