Landbúnaðarnefnd

186. fundur 05. september 2016 kl. 10:00 - 11:55 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um leigu á landspildu sunnan við Hrímnishöll

1604120

Lagt fram bréf frá Birni Sveinssyni, kt. 101052-2149, Varmalæk 2, dagsett 12. apríl 2016 þar sem hann óskar eftir að taka á leigu landspildu sveitarfélagsins sunnan við Bjarmaland/Hrímnishöll. Erindið áður á dagskrá 185. fundar landbúnaðarnefndar.
Með tilvísun í bókun 755. fundar byggðarráðs frá 1. september s.l. þá verður þetta land auglýst til sölu og því ekki um leigu að ræða.

2.Ósk um áframhaldandi leigu á landspildu sunnan Hrímnishallar

1607100

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. júlí 2016 frá Birni Ófeigssyni, Reykjaborg, þar sem hann óskar eftir að fá spilduna sunnan við Hrímnishöllina á leigu.
Með tilvísun í bókun 755. fundar byggðarráðs frá 1. september s.l. þá verður þetta land auglýst til sölu og því ekki um leigu að ræða.

3.Fjallskil - beiðni um upplýsingar

1608055

Lagt fram bréf frá Bændasamtökum Íslands, dagsett 9. ágúst 2016, þar sem kynnt er samþykkt Búnaðarþings 2016 um fjallskil. Einnig er óskað eftir upplýsingum um fjallskil í sveitarfélaginu.
Lögð fram drög að svari til Bændasamtaka Íslands og starfmanni nefndarinnar falið að senda það með umræddum breytingum.

4.Fjárrekstur á Skarðsárparti í Sæmundarhlíð

1608211

Lagt fram bréf dagsett 28. ágúst 2016 frá Jóni Baldvinssyni, Dæli, varðandi rekstur á afréttarfé í 1. göngum í gegnum Skarðsárpartinn í Sæmundarhlíð.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að Haraldur Þór Jóhannsson formaður nefndarinnar og Valdimar Sigmarsson nefndarmaður fari og ræði við Jón.

5.Girðing á milli heimalanda og afréttar - Stóra Vatnsskarð og Fjall

1608007

Lagt fram bréf dagsett 1. júlí 2016 frá Benedikt Benediktssyni landeiganda Stóra-Vatnsskarðs og Birgi Haukssyni og Loga Má Birgissyni landeigendum Fjalls, varðandi girðingu á milli heimalanda framangreindara jarða og afréttar. Óska þeir eftir viðræðum við landbúnaðarnefnd um málið.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að boða landeigendur á fund nefndarinnar.

6.Umsókn um búfjárleyfi

1603073

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Gunnari Jóni Eysteinssyni, kt. 291063-6599, dagsett 7. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 47 hross. Erindið áður á 182. og 185. fundi landbúnaðarnefndar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir búfjárleyfi fyrir 47 hross. Varðandi beit og beitarhólf þá er starfsmanni landbúnaðarnefndar falið að svara Gunnari Jóni Eysteinssyni.

7.Brynning í réttum

1609012

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 30. ágúst 2016 frá Mast, varðandi brynningar í réttum.
Starfsmanni landbúnaðarnefndar falið að koma bréfinu áfram til fjallskilastjóra.

8.Ársreikningur 2015 - Fjallsk.sjóður Staðarafrétt

1608126

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2015.

9.Ársreikningur 2015 - Fjallsk.sjóður Staðarhr.

1608125

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2015.

10.Ársreikningur 2015 - Fjallskilasjóður Hofsóss og Unadals

1608062

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2015.

11.Ársreikningur 2015 - Fjallskilasjóður Hóla- og Viðvíkurdeilda

1608013

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps fyrir árið 2015.

Fundi slitið - kl. 11:55.