Landbúnaðarnefnd

185. fundur 06. júní 2016 kl. 10:00 - 12:09 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1606025.

1.Lóðarleigusamningur - Mælifellsrétt

1401207

Lögð fram drög að leigusamningi milli Rósu Björnsdóttur, kt. 300841-3689 og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um lóð undir rétt og réttarhólf vegna Mælifellsréttar. Samningurinn gildir á meðan Mælifellsrétt er skilarétt.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

2.Beiðni um leigu á landspildu sunnan við Hrímnishöll

1604120

Lagt fram bréf frá Birni Sveinssyni, kt. 101052-2149, Varmalæk 2, dagsett 12. apríl 2016 þar sem hann óskar eftir að taka á leigu landspildu sveitarfélagsins sunnan við Bjarmaland/Hrímnishöll. Erindinu vísað frá 737. fundi byggðarráðs til umsagnar landbúnaðarnefndar.
Landbúnaðarnefnd leggur til að landið verði auglýst til leigu ásamt tveimur öðrum skikum í Steinsstaðabyggð.

3.Beitarhólf í og við Hofsós

1512093

Lagðar fram umsóknir um beitarhólf í og við Hofsós. Lagður fram uppdráttur af svæðinu gerður af Verkfræðistofunni Stoð, verknúmer 416302, uppdráttur nr. S01, dagsettur 23. maí 2016. Landbúnaðarnefnd samþykkir eftirfarandi úthlutun og felur Arnóri Gunnarssyni að ganga frá samningum við leigutaka:

1. Vilhjálmur Steingrímsson, land nr. 1, 2,4 ha beitarland.
2. Jónas Einarsson, land nr. 2, 2,3 ha tún.
3. Jón Gísli Jóhannesson, land nr. 5, 5,0 ha tún.
4. Daníel Jónsson, land nr. 6, 5,5 ha beitarland (Hjarðarholt).
5. Pálmi Rögnvaldsson,land nr. 7, 4,0 ha beitarland.
6. Sveinn Einarsson, land nr. 8, 1,2 ha tún.
7. Jón Gísli Jóhannesson, land nr. 9, 1,0 ha tún.
8. Jóhannes Pálsson, land nr. 10, 3,2 ha tún.
9. Jónas Einarsson, land nr. 12, 2,0 ha tún.
10. Fjólmundur Traustason, land nr. 13, 3,4 ha tún.
11. Jónas Einarsson, land nr. 15, 1,1 ha tún.
12. Jóhannes Pálsson, land nr. 16, 1,5 ha beitarland.
13. Einar Halldór Einarsson, land nr. 17, 1,0 ha beitarhólf.
14. Sigurður Kristjánsson, land nr. 18, 6,6 ha beitarhólf.
15. Birgir Þorleifsson, land nr. 19, 1,0 ha tún.

4.Endurskoðun á samningi um Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016

1605135

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 5. apríl 2016 varðandi endurskoðun á samningi um refaveiðar 2014-2016. Um er að ræða tímabundna hækkun á endurgreiðsluhlutfalli úr 20% í 25% til sveitarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðan viðauka við samninginn.

5.Ósk um leigu á jörðinni Hrauni í Unadal

1604228

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017. Erindinu vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar frá 739. fundi byggðarráðs.
Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að jörðin Hraun verði leigð Erlingi Sigurðssyni með tilliti til fyrirliggjandi tilboðs.

6.Refa- og minkaeyðing árið 2016

1604118

Landbúnaðarnefnd samþykkir að greiða 7.200 kr. fyrir unninn mink á árinu 2016.

7.Umsókn um búfjárleyfi

1603073

Gunnar Jón Eysteinsson sótti um búfjárleyfi þann 7. mars s.l. fyrir 47 hross. Landbúnaðarnefnd óskaði eftir frekari upplýsingum með bréfi þann 14. mars 2016. Engar upplýsingar hafa borist til nefndarinnar frá umsækjanda.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að gefa Gunnari lokafrest til 1. júlí 2016 til að koma á framfæri upplýsingum við nefndina, að öðrum kosti verður litið svo á að ekkert búfjárleyfi sé til staðar og gripið verður til viðeigandi ráðstafana sem samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015 leyfir.

8.Umsókn um búfjárleyfi

1603292

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Topphestum ehf., kt. 430495-2089, dagsett 31. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir allt að 100 hrossum. Landbúnaðarnefnd frestaði afgreiðslu málsins og hefur fengið umbeðnar upplýsingar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

9.Umsókn um búfjárleyfi

1604170

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Loðfeldi ehf., kt. 440269-2309, dagsett 14. apríl 2016. Sótt er um leyfi fyrir allt að 20.000 loðdýrum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda loðdýra.

10.Umsókn um búfjárleyfi

1605103

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sigurði Leó Snæland Ásgrímssyni, kt. 111154-5039, dagsett 9. maí 2016. Sótt er um leyfi fyrir allt að 10 hrossum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

11.Umsókn um búfjárleyfi

1603066

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Einari Halldóri Einarssyni, kt. 140961-4859, dagsett 8. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 30 hross.
Landbúnaðarnefnd frestaði afgreiðslu umsóknarinnar og óskaði eftir frekari upplýsingum um aðstöðu fyrir hrossin. Upplýsingar hafa borist frá umsækjanda.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir 14 hross í hesthúsi samkvæmt því sem það rúmar og er skráð fyrir. Að öðru leyti er umsóknin samþykkt.

12.Sauðárkróksrétt

1606025

Lagt fram bréf frá Fjallskilasjóði Sauðárkróki dagsett 4. júní 2016 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við endurnýjun Sauðárkróksréttar.
Landbúnaðarnefnd getur ekki stutt við uppbyggingu réttarinnar þar sem réttin er ekki skilarétt samkvæmt fjallskilareglugerð Skagafjarðar. Margar sambærilegar réttir eru í Skagafirði þar sem sveitarfélagið kemur ekki að viðhaldi eða uppbyggingu.

13.Ársreikningur 2015 - Fjallsk.sjóður Hegranesi

1605076

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2015.

14.Ársreikningur 2014 Fjallsk.sj. Seyluhrepps-úthluta

1604183

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Seyluhrepps - úthluta fyrir árið 2014.

15.Ársreikningur 2015 - Upprekstr.félag Eyvindarstaðaheiðar

1604184

Lagður fram til kynningar ársreikningur Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar fyrir árið 2015.

Fundi slitið - kl. 12:09.