Landbúnaðarnefnd

179. fundur 14. september 2015 kl. 10:00 - 11:48 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Leigusamningur um land undir Selnesrétt

1504168

Farið yfir drög að leigusamningi um land undir Selnesrétt. Ekki verður hægt að ganga frá samningi fyrr en umboð allra landeigenda liggja fyrir.

2.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

1307096

Lögð fram drög að nýrri samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs.

3.Skilaréttir í sveitarfélaginu

1509154

Farið yfir málefni skilarétta í sveitarfélaginu almennt.

4.Ársreikningur 2014 - Fjallsk.sj. Deildardals

1508102

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2014.

5.Ársreikningur 2014 - Fjallsk.sj.Hóla og Viðvíkurhr.

1507050

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps fyrir árið 2014.

6.Ársreikningur 2014 - Fjallskilasjóður Sauðárkróks

1507180

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2014.

7.Ársreikningur 2014 - Staðarafrétt

1507038

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2014.

8.Ársreikningur 2014 - Staðarrétt

1507039

Lagður fram til kynningar ársreikningur Staðarréttar fyrir árið 2014.

9.Eyvindarstaðaheiði ehf. - Fundargerðir 2015

1509111

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyvindarstaðaheiðar ehf. frá 22. júní 2015.

Fundi slitið - kl. 11:48.