Landbúnaðarnefnd

178. fundur 28. apríl 2015 kl. 11:00 - 13:57 á Kaffi Krók
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Refa- og minkaeyðing árið 2015

1504217

Undir þessum dagskrárlið komu eftirtaldir veiðimenn til fundar kl. 12:00 til viðræðu um fyrirkomulag refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu; Steinþór Tryggvason, Herbert Hjálmarsson, Elvar Jóhannsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Sigurðsson, Garðar Jónsson, Marinó Indriðason, Þorsteinn Ólafsson, Birgir Hauksson og Pálmi Ragnarsson. Rætt var við Jón Númason í síma.
Véku þeir af fundi kl. 13:10.

Lögð fram tillaga um kvótasetningu og gjaldskrá fyrir verðlaun vegna refa- og minkaveiði á árinu 2015. Gerð er tillaga um að verðlaun til ráðinna veiðimanna fyrir minkaveiði verði 7.200 kr. á dýr og 1.800 kr. til annarra. Verðlaun vegna refaveiða til ráðinna veiðimanna fyrir unnin grendýr verði 18.000 kr. og 7.000 kr. vegna hlaupadýra og vetrarveiði. Verðlaun til annarra veiðimanna 7.000 kr. á dýr.
Samtals er áætlað að greiða fyrir 334 unna refi og 171 mink.
Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna.

Gögnum vegna kostnaðar og tíma veiðimanna við veiði hefur ekki verið skilað inn til sveitarfélagsins né GPS hnitum á grenjum. Landbúnaðarnefnd samþykkir að veiðimenn verði að skila þessum upplýsingum.

Landbúnaðarnefnd samþykkir einnig að fela Arnóri Gunnarssyni þjónustufulltrúa að kanna verðtilboð í GPS tæki fyrir þá veiðimenn sem þurfa.

2.Grenjavinnsla - vetrar- og vorveiði á ref

1503083

Lagt fram bréf frá Jóhanni Rögnvaldssyni, dagsett 10. mars 2015, varðandi vetrar- og vorveiði á ref. Erindið áður á 177. fundi nefndarinnar þann 30. mars 2015.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að Jóhanni verði kynnt gjaldskrá ársins 2015.

3.Fjallskilamál Hofsóss og Unadals

1504247

Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni umsjón með fjallskilamálum í nafni Fjallskilanefndar Hofsóss og Unadals næstu tólf mánuði.

4.Ársreikningur 2014 - Fjallskilasjóður Hrolleifsdals

1504044

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hrolleifsdals fyrir 2014.

Fundi slitið - kl. 13:57.