Landbúnaðarnefnd

170. fundur 10. janúar 2014 kl. 20:00 - 20:10 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg H Hafstað varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Viðstödd fundinn voru Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson fyrrverandi þjónustufulltrúi og starfsmaður landbúnaðarnefndar.

1.Styrkbeiðni - framkvæmdir við aðstöðuhús Skarðarétt

1311113

Lögð fram styrkbeiðni frá Kvenfélaginu Framför, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100.000 kr. til að setja loftaklæðningu í aðstöðuhús við Skarðarétt í Gönguskörðum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að styrkja kvenfélagið um 100.000 kr. og taka fjármunina af málaflokki 13210.

2.Endurgreiðsla vegna minkaveiða

1312254

Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslu vegna minkaveiða á tímabilinu 01.09. 2010 -31.08. 2011. Samtals nemur þetta aukaframlag 181.343 kr.
Í lok fundar var Sigurði Haraldssyni þökkuð góð og farsæl störf fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 20:10.