Landbúnaðarnefnd

167. fundur 06. júní 2013 kl. 11:15 - 12:40 á Kaffi Krók
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Sigurjón Þórðarson varam. áheyrnarftr.
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Arnór Gunnarsson
  • Sigurður Haraldsson
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð formaður Arnór Gunnarsson, þjónustufulltrúa velkominn til starfa hjá sveitarfélaginu.

Formaður bar upp tillögu um að mál 1306048 - Beiðni um flutning vegaslóða í landi Vindheima yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Var það samþykkt.

1.Beiðni um flutning vegslóða í landi Vindheima

1306048

Lagt fram til kynningar erindi frá Pétri G. Sigmundssyni, Vindheimum, þar sem hann óskar eftir flutning vegslóða í landi Vindheima, þannig að vegurinn verði færður til vesturs á árbakka Svartár. Hann verði lagður til norðurs strax og austur yfir núverandi brú á ánni er komið og þannig tengdur hliði og hrossarétt á landamerkjum Borgareyjar og Vindheima. Óskað er eftir að sveitarfélagið verði við þessari málaleitan landeigenda og sjái til þess að umræddur vegaslóði verði fluttur áður en sumarumferð verður íþyngjandi. Landeigendur eru reiðubúnir að leggja til efni í vegagerð án endurgjalds og greiða fyrir verkinu eftir því sem verða má.
Landbúnaðarnefnd óskar eftir því að veitu- og framkvæmdasvið vinni kostnaðaráætlun um þessa framkvæmd sem ekki er á fjárhagsáætlun ársins.

2.Refa- og minkaveiðar 2013

1305264

Áætlun um minka- og refaveiði á árinu 2013 eftir veiðisvæðum kynnt fyrir veiðimönnum. Af þeirra hálfu mættu Þorsteinn Ólafsson, Marinó Indriðason, Kári Gunnarsson, Birgir Hauksson, Stefán Sigurðsson, Hans Birgir Friðriksson, Pálmi Ragnarsson, Jón Númason, Jóhann Guðbrandsson og Gunnar Steingrímsson.
Í fundarlok óskaði Sigurður Haraldsson að bóka:
Bestu þakkir færi ég öllu því ágæta fólki, sem ég hef unnið með í áraraðir hjá sveitarfélaginu, svo og öllum þeim fjölmörgu sem ég hef haft samskipti við í byggðum Skagafjarðar.
Eftirmanni mínum óska ég velfarnaðar í starfi.
Lifið heil.
Sigurður Haraldsson

Landbúnaðarnefnd vill þakka Sigurði Haraldssyni fyrir langa og farsæla þjónustu í þágu nefndarinnar og trúmennsku og óskar honum farsældar.

Fundi slitið - kl. 12:40.