Landbúnaðarnefnd

45117. fundur 16. nóvember 2006
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 45 (117) – 16.11.2006

 
 
            Ár 2006, fimmtudaginn 16. nóv. kl. 10:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
            Mætt voru: Einar Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Undir lið 1 á dagskrá mætti Halldóra Björnsdóttir
Undir lið 2 á dagskrá mætti Hallgrímur Ingólfsson.
 
Dagskrá
  1. Kynning á niðurstöðum könnunar á skaða vegna refa. Halldóra Björnsd. kemur á fund.
  2. Hallgrímur Ingólfsson kynnir girðingamál í kringum Hofsós og áætlun tæknideildar um kostnað við endurbætur á Staðarrétt.
  3. Kynning á fjárhagsáætlun 2007.
  4. Bréf frá Sigmundi Magnússyni á Vindheimum vegna færslu vegar í Borgarey.
  5. Málefni Hofsafréttar.
  6. Önnur mál.
 
afgreiðslur
 
Einar setti fund og bauð viðstadda velkomna.
 
1.      Halldóra skýrði frá niðurstöðum á könnun, sem Leiðbeiningamiðstöðin vann fyrir Félag sauðfjárbænda um könnun á afföllum sauðfjár á afrétti 2005. Gerð var könnun í 5 hreppum vestan Héraðsvatna. Þar kemur m.a. fram: Alls 11.713 lömb rekin til afréttar frá 37 bæjum. Afföll: 344 lömb, 88 ær, samt. 432 stk. Gerð var könnun meðal bænda um orsakir affalla í afrétti, 15 mismunandi svör bárust um orsakir, í 7 tilfellum var refurinn nefndur. Rætt var all ítarlega um þessi mál.
Sauðfjárbændur leggja áherslu á að slaka ekki á framkv. við veiðar á ref. Sveitarfél. Skagafjörður hefur á þessu ári v/refaveiða greitt kr. 5.136.727. Fram kom að ástæða væri til að kanna í nágrannasveitarfél. (A-Hún) hvernig staðið sé að veiðum á ref á svæðum er liggja að afrétti Skagfirðinga. Halldóra vék nú af fundi.
 
2.      Þessum lið frestað þar sem Hallgrímur Ingólfsson var veðurtepptur á Blönduósi.
 
3.      Kynnt var fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Farið var yfir áætlunina, niðurstöðutölur kynntar við seinni umræðu.
 
4.      Lagt fram bréf, ódags., frá Sigmundi Magnússyni, Vindheimum. Þar er óskað eftir færslu á vegi er liggur um Vindheimaland í Borgarey. Landbúnaðarnefnd vísar erindinu til Tæknideildar sveitarfélagsins.
 
5.      Málefni Hofsafréttar:
Lagt fram bréf frá Landgræðslu þar sem þess er óskað að sveitarfélagið hafi forgöngu um að gera nýja landnýtingaráætlun svo og landbótaáætlun v/Hofsafréttar. Önnur mál er varða Hofsafrétt skráð í trúnaðarbók.
 
Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur var nú mættur til fundar, nýkominn úr stórhríðinni í Langadal, var því dagskrárliður 2 tekinn fyrir. 
a)      Girðingamál í Hofsósi. Hallgrímur lagði fram loftmynd sem sýndi girðingahólf sem tilheyra sveitarfélaginu. Rætt var um notkun hólfanna. Samþ. var að funda með fjallskiladeildarmönnum Unadals um málið.
b)      Hallgrímur kynnti kostnaðaráætlun vegna endurbóta og bílaplans v/ Staðarréttar.
 
6.      Önnur mál:
Ingibjörg Hafstað sagði frá fundi á Akureyri þ. 15.11.06. Fundarboðendur Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Ármann Gunnarsson o.fl. Boðaðir voru til fundar fulltrúar sveitarfél. á svæði frá Skjálfandafljóti til Fljóta í Skagafirði.
Fundarefni var: - aðgerðir og eftirfylgni til að uppræta riðu og garnaveiki á svæðinu.
Samþ. var að stofna samráðsnefnd um fyrrnefnd málefni, sem skal hittast árlega.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari.